„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. júní 2025 12:54 Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands (t.v.) er ekki sáttur með rökstuðning Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra í tengslum við kílómetragjaldið. Vísir/Aðsend/Ívar Fannar Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira