Einar hörðustu árásirnar á Kænugarð til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 09:28 Móðir reynir að róa ungan son sinn í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í nótt. Drónaárás Rússa stóð yfir í fleiri klukkustundir. AP/Evgeniy Maloletka Hundruð rússneskra dróna réðust á Kænugarð og hafnarborgina Odesa í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Tveir létust í Odesa en fjórir særðust í höfuðborginni. Forseti Úkraínu segir árásina á Kænugarð eina þá hörðustu frá upphafi stríðsins. Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36