Einar hörðustu árásirnar á Kænugarð til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 09:28 Móðir reynir að róa ungan son sinn í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í nótt. Drónaárás Rússa stóð yfir í fleiri klukkustundir. AP/Evgeniy Maloletka Hundruð rússneskra dróna réðust á Kænugarð og hafnarborgina Odesa í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Tveir létust í Odesa en fjórir særðust í höfuðborginni. Forseti Úkraínu segir árásina á Kænugarð eina þá hörðustu frá upphafi stríðsins. Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Embættismenn í Kænugarði segja að drónaárásin þar hafi valdið skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar. Eldur kviknaði í byggingum sem urðu fyrir drónabraki og lá þykkur reykur yfir borginni í nótt og fram á morgun. Höfuðborgarbúar vörðu nóttinni í sprengjuskýlum og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Loftvarnarflautur ómuðu til klukkan fimm í morgun að staðartíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Odesa við Svartahaf eru rússneskir drónar sagðir hafa sprengt íbúðarblokkir og sjúkrastöð, þar á meðal fæðingardeild. Níu eru sagðir hafa særst auk þeirra tveggja sem létust. Oleh Kiper, ríkisstjórinn í Odesa, segir að tekist hafi að rýma sjúkrastöðina og fæðingardeildina sem ráðist var á. Skemmdir hafi þó orðið á sjúkrabílum. Maður virðir fyrir sér brennandi brak byggingar eftir dróna- og loftskeytaárás Rússa á Kænugarð í nótt.AP/Efrem Lukatsky Árásirnar í nótt voru framhald á umfangsmestu drónaárásum Rússa frá upphafi stríðsins í gær. Stjórnvöld í Kænugarði telja sprengjuárásirnar viðbrögð Rússa við árásum Úkraínumanna á skotmörk innan Rússlands á dögunum. Úkraínumenn notuðu dróna sem þeir smygluðu yfir landamærin til þess að ráðast á sprengjuflugvélar djúpt inni í Rússlandi 1. júní. Af þeim 315 drónum sem Rússar beittu gegn Úkraínu í nótt segist úkraínski flugherinn hafa skotið niður 277. Þá hafi sjö skotflaugar frá Rússlandi verið stöðvaðar. Úkraínumenn svöruðu fyrir sig í nótt með drónaárásum á Rússland. Nokkrum rússneskum flugvöllum var lokað tímabundið vegna þeirra. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að herinn hafi skotið niður 102 úkraínskra dróna yfir Rússlandi og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6. júní 2025 06:48
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36