Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Jón Pétur Zimsen skrifar 10. júní 2025 08:32 Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Það hefði ekkert að segja og væru leiksoppar minnihlutans. Sem betur fer álpaðist hún til að segja þetta í fjórða sinn en nú fyrir framan alþjóð, í ræðupúlti Alþingis og opinberaði viðhorf og þankagang Flokks fólksins sem er einn af ríkisstjórnarflokkunum. En það er meira sem fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir. Þessi sömu flokkar eru að festa í sessi að jafnræði er brotið á grunnskólanemendum stanslaust. Nú finna t.d. útskriftarnemendur og foreldrar þeirra fyrir því þegar nemendur fá útskriftareinkunnir sínar sem eru með engum hætti samanburðarhæfar sem eiga samt að vera í samfellu við aðalnámskrá framhaldsskólans. Réttlætið er ekkert og jafnræðinu, sem er stjórnarskrárbundið, sturtað niður í klósettið. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa enn frekar í þessi. Litakóðar, bókstafir, lokið/ólokið, umsagnir og hæfni á góðri leið eru einungis hluti af námsmatsruglinu sem er í aðalnámskrá grunnskóla sem ekki var innleidd. Ekki einum kennara, skólastjórnanda, nemenda né foreldra fannst aðalnámskráin vel innleidd og létu það einnig flakka að hún væri illskiljanleg og flókin og markmiðum hennar væri alls ekki náð. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa í sessi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hafa enga getu, áhuga eða metnað til að laga hrunið menntakerfi. Þessir flokkar hafa svo sannarlega sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Þeir hafa forsmáð og smánað ungt fólk og fest í sessi brot á jafnræðisreglu og óskiljanlegt námsmatskerfi sem enginn vill. Þeir hafa einnig skorið niður í menntamálum þannig að undan svíður, gert framhaldsskólana einsleitari og hent sérstöðu hvers og eins í ruslið, dregið foreldra og nemendur á asnaeyrunum hvað meint gjaldfrjáls námsgögn varðar og reglu- og ferlavætt framhaldsskólann til að firra fullorðið fólk ábyrgð. Þetta er einungis hluti af þeim skaða sem ríkisstjórnin hefur valdið á bara á aðeins sex mánuðum við stýrið. Enginn geta eða áhugi er hjá þeim að svara fyrir skaðann enda bitnar þetta mest á ungu fólki. Verkstjórnin mikla má þó eiga það að hún lætur verkin tala og engu máli skiptir hvort skaðinn sé mikill eða alger, bara ef þetta unga fólk heldur sér saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Alþingi Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Það hefði ekkert að segja og væru leiksoppar minnihlutans. Sem betur fer álpaðist hún til að segja þetta í fjórða sinn en nú fyrir framan alþjóð, í ræðupúlti Alþingis og opinberaði viðhorf og þankagang Flokks fólksins sem er einn af ríkisstjórnarflokkunum. En það er meira sem fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir. Þessi sömu flokkar eru að festa í sessi að jafnræði er brotið á grunnskólanemendum stanslaust. Nú finna t.d. útskriftarnemendur og foreldrar þeirra fyrir því þegar nemendur fá útskriftareinkunnir sínar sem eru með engum hætti samanburðarhæfar sem eiga samt að vera í samfellu við aðalnámskrá framhaldsskólans. Réttlætið er ekkert og jafnræðinu, sem er stjórnarskrárbundið, sturtað niður í klósettið. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa enn frekar í þessi. Litakóðar, bókstafir, lokið/ólokið, umsagnir og hæfni á góðri leið eru einungis hluti af námsmatsruglinu sem er í aðalnámskrá grunnskóla sem ekki var innleidd. Ekki einum kennara, skólastjórnanda, nemenda né foreldra fannst aðalnámskráin vel innleidd og létu það einnig flakka að hún væri illskiljanleg og flókin og markmiðum hennar væri alls ekki náð. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa í sessi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hafa enga getu, áhuga eða metnað til að laga hrunið menntakerfi. Þessir flokkar hafa svo sannarlega sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Þeir hafa forsmáð og smánað ungt fólk og fest í sessi brot á jafnræðisreglu og óskiljanlegt námsmatskerfi sem enginn vill. Þeir hafa einnig skorið niður í menntamálum þannig að undan svíður, gert framhaldsskólana einsleitari og hent sérstöðu hvers og eins í ruslið, dregið foreldra og nemendur á asnaeyrunum hvað meint gjaldfrjáls námsgögn varðar og reglu- og ferlavætt framhaldsskólann til að firra fullorðið fólk ábyrgð. Þetta er einungis hluti af þeim skaða sem ríkisstjórnin hefur valdið á bara á aðeins sex mánuðum við stýrið. Enginn geta eða áhugi er hjá þeim að svara fyrir skaðann enda bitnar þetta mest á ungu fólki. Verkstjórnin mikla má þó eiga það að hún lætur verkin tala og engu máli skiptir hvort skaðinn sé mikill eða alger, bara ef þetta unga fólk heldur sér saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun