Ökumenn mótorhjóla greiða meira en landsbyggðin minna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 18:56 Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira