Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 14:48 Til vinstri er myndin Hvítasunnan eftir Duccio di Buoninsegna og til hægri er Reykhólakirkja. Vísir/Samsett Í dag fagna kristnir menn um allan heim hvítasunnunni. Á Íslandi markar hann oft fyrstu stóru ferðahelgi sumarsins og er því deginum oft frekar varið í sumarbústöðum og sundlaugum landsins en kirkjum. Hvítasunnudagur er samt sem áður ein af þremur stórhátíðum Þjóðkirkjunnar og á honum er því fagnað að heilagur andi kom yfir postulana og jafnframt að kirkja kristinna manna var stofnuð fyrir tæpum tvö þúsund árum síðan. En hvað þýðir það nákvæmlega að heilagur andi komi yfir einhvern og hver er þessi heilagi andi? Fréttastofa setti sig í samband við séra Bjarna Þór Bjarnason, sóknarprest í Seltjarnarneskirkju, sem er með fróðari mönnum um málefni heilags anda. Hann segir heilagan anda vera þennan mikla kraft sem dvelur í kristnum mönnum sem hefur fylgt þeim frá upphafi. Hann sé kraftur friðar og kærleika. Stofnfundi kristinnar kirkju fagnað Séra Bjarni segir að saga þessa helgidags sé rakin í postulasögunni sem er fimmta bók hins Nýja testamentis og er eignuð Lúkasi guðspjallamanni. Þar segir að á fyrstu hvítasunnunni hafi allir postularnir saman komnir. „Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.,“ skrifar guðspjallamaðurinn. Séra Bjarni var frumkvöðull í rafrænu helgihaldi í faraldrinum.Þjóðkirkjan Hópnum brá mjög því allir töluðu þeir á móðurmáli sínu en allir skildu hverjir aðra. „Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs,“ stendur skrifað. „Þetta er bara eins og að þú færir að tala arabísku og ég myndi skilja!“ segir séra Bjarni. Hvítasunnudagur er haldinn fimmtíu dögum eftir páska. Á útlensku er talað um fimmtíu daga hátíðina, pentecost á ensku og pinse á dönsku til að mynda. Það er komið úr grísku πεντηκοστή [ἡμέρα] sem merkir fimmtugasti(dagur). Litur hátíðarinnar er rauður, litur blóðs og baráttu en litur jólanna, fæðingarhátíðarinnar, og páskanna, upprisuhátíðarinnar er hvítur. Hvítasunnudagur er kallaður þessi nafni, segir Bjarni, vegna þess að til forna var hefð fyrir því að fólk skírðist á hvítasunnunni og þegar fólk hafði tekið skírn var það í hvítum fötum í viku eftir skírnina sem tákn um hreinlæti. Helgur andi hafi fylgt kristnum mönnum frá upphafi Bjarni segir heilagan anda hafa komið yfir spámennina í gamla testamentinu og að Jesús hafi gefið lærisveinum sínum heilagan anda með því að anda á það, frá þessu öllu segi í guðspjöllunum. „Heilagur andi sem er þessi mikli kraftur hjá kristnum mönnum,“ segir hann. Heilagur andi er oft táknaður með hvítri dúfu.Getty „Bænin „Kom helgur andi“ hefur fylgt kristnum mönnum frá upphafi og heilagur andi kemur um leið og hann er beðinn um að koma. Ég hef margséð þetta. En ef að það eru einhverjar deilur eða illindi þá fer hann. þetta er andi friðar og kærleika, andi Jesú,“ segir séra Bjarni. „Þar sem friður ríkir og fólki líður vel saman þar er heilagur andi,“ segir séra Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju. Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira
Fréttastofa setti sig í samband við séra Bjarna Þór Bjarnason, sóknarprest í Seltjarnarneskirkju, sem er með fróðari mönnum um málefni heilags anda. Hann segir heilagan anda vera þennan mikla kraft sem dvelur í kristnum mönnum sem hefur fylgt þeim frá upphafi. Hann sé kraftur friðar og kærleika. Stofnfundi kristinnar kirkju fagnað Séra Bjarni segir að saga þessa helgidags sé rakin í postulasögunni sem er fimmta bók hins Nýja testamentis og er eignuð Lúkasi guðspjallamanni. Þar segir að á fyrstu hvítasunnunni hafi allir postularnir saman komnir. „Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.,“ skrifar guðspjallamaðurinn. Séra Bjarni var frumkvöðull í rafrænu helgihaldi í faraldrinum.Þjóðkirkjan Hópnum brá mjög því allir töluðu þeir á móðurmáli sínu en allir skildu hverjir aðra. „Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs,“ stendur skrifað. „Þetta er bara eins og að þú færir að tala arabísku og ég myndi skilja!“ segir séra Bjarni. Hvítasunnudagur er haldinn fimmtíu dögum eftir páska. Á útlensku er talað um fimmtíu daga hátíðina, pentecost á ensku og pinse á dönsku til að mynda. Það er komið úr grísku πεντηκοστή [ἡμέρα] sem merkir fimmtugasti(dagur). Litur hátíðarinnar er rauður, litur blóðs og baráttu en litur jólanna, fæðingarhátíðarinnar, og páskanna, upprisuhátíðarinnar er hvítur. Hvítasunnudagur er kallaður þessi nafni, segir Bjarni, vegna þess að til forna var hefð fyrir því að fólk skírðist á hvítasunnunni og þegar fólk hafði tekið skírn var það í hvítum fötum í viku eftir skírnina sem tákn um hreinlæti. Helgur andi hafi fylgt kristnum mönnum frá upphafi Bjarni segir heilagan anda hafa komið yfir spámennina í gamla testamentinu og að Jesús hafi gefið lærisveinum sínum heilagan anda með því að anda á það, frá þessu öllu segi í guðspjöllunum. „Heilagur andi sem er þessi mikli kraftur hjá kristnum mönnum,“ segir hann. Heilagur andi er oft táknaður með hvítri dúfu.Getty „Bænin „Kom helgur andi“ hefur fylgt kristnum mönnum frá upphafi og heilagur andi kemur um leið og hann er beðinn um að koma. Ég hef margséð þetta. En ef að það eru einhverjar deilur eða illindi þá fer hann. þetta er andi friðar og kærleika, andi Jesú,“ segir séra Bjarni. „Þar sem friður ríkir og fólki líður vel saman þar er heilagur andi,“ segir séra Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju.
Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira