Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 10:38 Donald Trump segist telja að góðu sambandi hans og auðjöfursins Elons Musk sé lokið. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira