Leita leiða til að auðvelda framsal fanga til heimalands síns Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Unnið er að því að auðvelda yfirvöldum að framselja fanga til síns heimalands. Dómsmálaráðherra var ráðlagt af samráðherrum sínum á Norðurlöndunum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir, áður en við upplifum erfiðleikana í innflytjendamálum sem glímt er við þar. Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg. Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg.
Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira