Nýliðar KR semja við landsliðskonu sem er dóttir fyrrum fyrirliða karlaliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 17:00 Kristrún Ríkey Ólafsdóttir er komin í KR þar sem faðir hennar gerði garðinn frægan á sínum tíma. @krbasket/Antonio Otto Rabasca Nýliðar KR í Bónus deild kvenna í körfubolta eru byrjaðir að styrja liðið sitt fyrir komandi tímabil. KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) Bónus-deild kvenna KR Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket)
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira