Hrottalegu ofbeldi lýst í ákæru á hendur Stefáni, Lúkasi og Matthíasi Árni Sæberg skrifar 4. júní 2025 16:06 Mennirnir voru upphaflega leiddir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars. Vísir/Anton Brink Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson hafa verið ákærðir fyrir manndráp í Gufunessmálinu svokallaða. Í ákærunni er hrottalegu ofbeldi mannanna í garð karlmanns á sjötugsaldri lýst. Þeir hafi til að mynda brotið fimm tennur í manninum eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans. Mennirnir þrír eru einnig ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Auk þeirra eru karlmaður og kona ákærð í málinu fyrir peningaþvætti og hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Hvorugt þeirra hefur náð tvítugsaldri. Í ákærunni, sem Ríkisútvarpið og DV hafa undir höndum, segir að Stefán og Lúkas Geir hafi, með aðstoð konunnar, narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára, af heimili hans í Þorlákshöfn og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Beittu áhaldi í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi Þá segir að mennirnir hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að reikningum Hjörleifs. Því næst hafi hópurinn farið með Hjörleif að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Hjörleifur hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi Hjörleifs inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Skilinn eftir helsærður og bjargarlaus Eftir að hafa náð fjármunum af Hjörleifi hafi hópurinn skilið hann eftir í Gufunesi helsærðan og bjargarlausan. Þá var klukkan að nálgast þrjú að morgni. Þar gengu vegfarendur fram á Hjörleif um klukkan 07, þar sem hann lá illa leikinn. Hann var fluttur á spítala en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Áralangur brotaferill og tengsl við Bankastrætis club-málið Stefán Blackburn, 34 ára, hefur hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisbrot en þar vakti mesta athygli Stokkseyrarmálið svokallaða. Þar var hann dæmdur í sex ára fangelsi en málið snerist um frelsissviptingu og líkamlegt ofbeldi gagnvart karlmanni sem numinn var á brott. Lúkas Geir, sem er 21 árs, hefur hlotið sex mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi aðeins átján ára. Tekið var tillit til ungs aldurs hans við ákvörðun refsingar. Þá var Lúkas Geir á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Hann lýsti atvikinu í viðtali við FM957. Matthías Björn, sem er aðeins nítján ára, hefur ekki hlotið refsidóm, eftir því sem Vísir kemst næst. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Tengdar fréttir Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24 Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Mennirnir þrír eru einnig ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Auk þeirra eru karlmaður og kona ákærð í málinu fyrir peningaþvætti og hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Hvorugt þeirra hefur náð tvítugsaldri. Í ákærunni, sem Ríkisútvarpið og DV hafa undir höndum, segir að Stefán og Lúkas Geir hafi, með aðstoð konunnar, narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára, af heimili hans í Þorlákshöfn og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Beittu áhaldi í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi Þá segir að mennirnir hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að reikningum Hjörleifs. Því næst hafi hópurinn farið með Hjörleif að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Hjörleifur hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi Hjörleifs inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Skilinn eftir helsærður og bjargarlaus Eftir að hafa náð fjármunum af Hjörleifi hafi hópurinn skilið hann eftir í Gufunesi helsærðan og bjargarlausan. Þá var klukkan að nálgast þrjú að morgni. Þar gengu vegfarendur fram á Hjörleif um klukkan 07, þar sem hann lá illa leikinn. Hann var fluttur á spítala en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Áralangur brotaferill og tengsl við Bankastrætis club-málið Stefán Blackburn, 34 ára, hefur hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisbrot en þar vakti mesta athygli Stokkseyrarmálið svokallaða. Þar var hann dæmdur í sex ára fangelsi en málið snerist um frelsissviptingu og líkamlegt ofbeldi gagnvart karlmanni sem numinn var á brott. Lúkas Geir, sem er 21 árs, hefur hlotið sex mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi aðeins átján ára. Tekið var tillit til ungs aldurs hans við ákvörðun refsingar. Þá var Lúkas Geir á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Hann lýsti atvikinu í viðtali við FM957. Matthías Björn, sem er aðeins nítján ára, hefur ekki hlotið refsidóm, eftir því sem Vísir kemst næst.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Tengdar fréttir Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24 Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24
Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41