Skor flytur: „Ansi þreytt“ að þurfa að reka fólk út klukkan tíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 10:41 Skor er einn vinsælasti píluveitingastöðum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Pílu- og veitingastaðurinn Skor flytur um set á næstu misserum, af Kolagötu yfir í húsnæði að Hafnarstræti 18. Eigandi segist langþreyttur á deilum um opnunartíma og bindur vonir við að geta lengt opnunartíma staðarins í nýju húsnæði. „Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“ Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“
Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29