„Rangstaða og hefði ekki staðið með VAR“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 21:19 Fyrra mark Frakklands hefði aldrei átt að standa. vísir / anton brink Glódís Perla Viggósdóttir segir mörkin sem Ísland fékk á sig í 2-0 tapinu gegn Frakklandi mjög pirrandi. Hún tapaði hlutkestinu þriðja leikinn í röð á Laugardalsvelli og þótti vont að spila á móti vindi í seinni hálfleik. „Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
„Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira