Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 20:13 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hafði nóg að gera í kvöld, en náði ekki að koma í veg fyrir sigur Frakka. Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. Íslenska liðið mátti þola 0-2 tap í leik kvöldsins, en þetta er tíundi leikurinn í röð án sigurs hjá stelpunum okkar. Ísland fékk fín færi í fyrri hálfleik til að komast yfir í leiknum, en með vindinn í fangið í seinni hálfleik reyndust Frakkarnir of stór biti. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Átti stórkostlega vörslu á 13. mínútu þegar hún nýtti alla sentímetrana sína til að teygja sig í skot sem stefndi í fjærhornið. Var heilt yfir örugg í sínum aðgerðum og greip vel inn í þegar liðið þurfti á henni að halda, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir mörk Frakka. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [4] Átti í vandræðum framan af leik. Frakkar sóttu mikið upp vinstri kantinn og Guðný átti oft og tíðum í erfiðleikum. Hefði mögulega þurft meiri hjálparvörn. Fann þó taktinn betur og betur eftir því sem leið á leikinn. Fyrra mark Frakka kom svo hennar megin, en þar hefði átt að dæma rangstöðu. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [5] Fékk dauðafæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en setti boltann framhjá. Spurning hvort hún hafi átt að gera betur í öðru marki Frakka þegar hún lætur teyma sig út úr vörninni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Mætti reið til leiks í kvöld. Hvað það var sem reitti hana til reiði veit ég ekki, en Ingibjörg nýtti reiðina vel. Lítið við hana að sakast í mörkum gestanna. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Hafði ekki jafn mikið að gera og kollegi sinn í hægri bakverðinum framan af leik. Franska liðið sótti þó meira upp hægri kantinn í seinni hálfleik og þá var Guðrún sterk í sínum aðgerðum. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Engin flugeldasýning frá Alexöndru, en gerði vel þennan klukkutíma sem hún var á vellinum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [6] Enn einn leikurinn þar sem föst leikatriði hennar eru að skapa hættu. Er með frábæra spyrnugetu og var óheppin að skora ekki eða leggja upp í fyrri hálfleik. Dró af henni eftir hlé þegar íslenska liðið spilaði með vindinn í fangið. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [6] Heilt yfir fín frammistaða hjá Dagnýju sem er að komast aftur inn í liðið. Mikilvæg fyrir Ísland þegar hún er upp á sitt besta. Hlín Eiríksdóttir, hægri vængmaður [6] Hjlóp mikið og skilaði fínni varnarvinnu miðað við stöðu á vellinum, en vantaði meira fram á við og var tekin af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji [4] Hefur oft sýnt meira í íslensku treyjunni. Reyndi að ógna franska markinu með sínum ótrúlega hraða, en frönsku varnarmennirnir vissu vel að það þyrfti að stoppa hana. Dró svo verulega af henni í seinni hálfleik. Agla María Albertsdóttir, vinstri vængmaður [5] Átti fínt skot sem fór yfir markið í fyrri hálfleik. Annars heldur viðburðarlítill leikur hjá Öglu Maríu. Varamenn: Sandra María Jessen, kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 62. mínútu [5] Barðist vel eftir að hún kom inn á, en fékk úr litlu að moða í fremstu víglínu með vindinn í fangið. Hildur Antonsdóttir, kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 62. mínútu [5] Gerði vel stuttu eftir að hún kom inn á þegar hún kom í veg fyrir að Frakkar slyppu í gegn. Berglind Ágústsdóttir, kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 74. mínútu [4] Fyrra mark Frakka kom um leið og Berglind og Fanndís komu inn af bekknum. Svo sem ekkert við þær að sakast, en erfitt að koma inn á við þessar aðstæður. Fanndís Friðriksdóttir, kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 74. mínútu [4] Í rauninni lítið annað að segja um frammistöði Fanndísar en hefur verið sagt um frammistöðu Berglindar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Íslenska liðið mátti þola 0-2 tap í leik kvöldsins, en þetta er tíundi leikurinn í röð án sigurs hjá stelpunum okkar. Ísland fékk fín færi í fyrri hálfleik til að komast yfir í leiknum, en með vindinn í fangið í seinni hálfleik reyndust Frakkarnir of stór biti. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [7] Átti stórkostlega vörslu á 13. mínútu þegar hún nýtti alla sentímetrana sína til að teygja sig í skot sem stefndi í fjærhornið. Var heilt yfir örugg í sínum aðgerðum og greip vel inn í þegar liðið þurfti á henni að halda, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir mörk Frakka. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [4] Átti í vandræðum framan af leik. Frakkar sóttu mikið upp vinstri kantinn og Guðný átti oft og tíðum í erfiðleikum. Hefði mögulega þurft meiri hjálparvörn. Fann þó taktinn betur og betur eftir því sem leið á leikinn. Fyrra mark Frakka kom svo hennar megin, en þar hefði átt að dæma rangstöðu. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [5] Fékk dauðafæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en setti boltann framhjá. Spurning hvort hún hafi átt að gera betur í öðru marki Frakka þegar hún lætur teyma sig út úr vörninni. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [7] Mætti reið til leiks í kvöld. Hvað það var sem reitti hana til reiði veit ég ekki, en Ingibjörg nýtti reiðina vel. Lítið við hana að sakast í mörkum gestanna. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Hafði ekki jafn mikið að gera og kollegi sinn í hægri bakverðinum framan af leik. Franska liðið sótti þó meira upp hægri kantinn í seinni hálfleik og þá var Guðrún sterk í sínum aðgerðum. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Engin flugeldasýning frá Alexöndru, en gerði vel þennan klukkutíma sem hún var á vellinum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [6] Enn einn leikurinn þar sem föst leikatriði hennar eru að skapa hættu. Er með frábæra spyrnugetu og var óheppin að skora ekki eða leggja upp í fyrri hálfleik. Dró af henni eftir hlé þegar íslenska liðið spilaði með vindinn í fangið. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [6] Heilt yfir fín frammistaða hjá Dagnýju sem er að komast aftur inn í liðið. Mikilvæg fyrir Ísland þegar hún er upp á sitt besta. Hlín Eiríksdóttir, hægri vængmaður [6] Hjlóp mikið og skilaði fínni varnarvinnu miðað við stöðu á vellinum, en vantaði meira fram á við og var tekin af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji [4] Hefur oft sýnt meira í íslensku treyjunni. Reyndi að ógna franska markinu með sínum ótrúlega hraða, en frönsku varnarmennirnir vissu vel að það þyrfti að stoppa hana. Dró svo verulega af henni í seinni hálfleik. Agla María Albertsdóttir, vinstri vængmaður [5] Átti fínt skot sem fór yfir markið í fyrri hálfleik. Annars heldur viðburðarlítill leikur hjá Öglu Maríu. Varamenn: Sandra María Jessen, kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 62. mínútu [5] Barðist vel eftir að hún kom inn á, en fékk úr litlu að moða í fremstu víglínu með vindinn í fangið. Hildur Antonsdóttir, kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 62. mínútu [5] Gerði vel stuttu eftir að hún kom inn á þegar hún kom í veg fyrir að Frakkar slyppu í gegn. Berglind Ágústsdóttir, kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 74. mínútu [4] Fyrra mark Frakka kom um leið og Berglind og Fanndís komu inn af bekknum. Svo sem ekkert við þær að sakast, en erfitt að koma inn á við þessar aðstæður. Fanndís Friðriksdóttir, kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 74. mínútu [4] Í rauninni lítið annað að segja um frammistöði Fanndísar en hefur verið sagt um frammistöðu Berglindar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira