Íslendingur á válista CIA árið 1970 Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júní 2025 07:02 Richard Nixon kom til Íslands árið 1957, þá varaforseti og aftur árið 1971 þegar hann var orðinn forseti. Myndin er frá því þegar hann var á leið í fyrri heimsóknina. Getty Nafn Íslendings kom nýverið í ljós í skjölum sem áður voru leynileg hjá bandarískum stjórnvöldum. Um er að ræða válista frá árinu 1970, saminn af leyniþjónustunni CIA í aðdraganda Evrópuheimsóknar Richards Nixon Bandaríkjaforseta. Leyniþjónustumenn voru beðnir um að fylgjast með 31 nafngreindum einstaklingi sem taldir voru geta ógnað öryggi forsetans. Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira