Íslendingur á válista CIA árið 1970 Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júní 2025 07:02 Richard Nixon kom til Íslands árið 1957, þá varaforseti og aftur árið 1971 þegar hann var orðinn forseti. Myndin er frá því þegar hann var á leið í fyrri heimsóknina. Getty Nafn Íslendings kom nýverið í ljós í skjölum sem áður voru leynileg hjá bandarískum stjórnvöldum. Um er að ræða válista frá árinu 1970, saminn af leyniþjónustunni CIA í aðdraganda Evrópuheimsóknar Richards Nixon Bandaríkjaforseta. Leyniþjónustumenn voru beðnir um að fylgjast með 31 nafngreindum einstaklingi sem taldir voru geta ógnað öryggi forsetans. Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira
Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira