Mun þingið fara fram hjá Trump? Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 12:55 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, segir mikinn stuðning fyrir hertum refsiaðgerðum gegn Rússum á þingi. AP/Rod Lamkey, Jr. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagðist í gær styðja hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Áhugi fyrir slíkum aðgerðum er mikill í þinginu og þá sérstaklega í öldungadeildinni en hingað til hefur Donald Trump, forseti, ekki viljað taka það skref. „Það eru margir þingmenn sem vilja að við beitum Rússland eins kröftugum refsiaðgerðum og við getum,“ sagði Johnson við blaðamenn í gær. „Ég er stuðningsmaður þess.“ Lindsey Graham og Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, hafa samið frumvarp sem myndi herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi til muna, verði það að lögum. Samkvæmt frumvarpinu myndu Bandaríkin setja fimm hundruð prósenta toll á vörur frá öllum ríkjum sem kaupa olíu og/gas frá Rússlandi en það er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Graham segir 82 aðra þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið og sagði hann í Úkraínu í síðustu viku að það yrði mögulega lagt fyrir öldungadeildina í þessari viku. Með miklum stuðningi í báðum deildum þingsins væri mögulegt að gera frumvarpið að lögum án þess að Trump veiti því blessun sína. Graham skrifaði í morgun færslu á X um ummæli Dmitrís Medvedev, fyrrverandi forseta Rússlands, fyrrverandi forsætisráðherra og sitjandi varaformanns öryggisráðs Rússlands, um að friðarviðræðunum við Úkraínumenn væri ekki ætlað að koma á friði. Þeim væri þess í stað ætlað að hjálpa Rússum að sigra Úkraínu. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Þakkaði Graham Medvedev fyrir að gera afstöðu Rússa skýra. Congratulations to Mr. Medvedev for a rare moment of honesty coming from the Russian propaganda machine. I appreciate you making it clear to the world that Putin and Russia are not remotely interested in peace. https://t.co/KtlHCou8tp— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) June 3, 2025 Hefur oft sagst íhuga aðgerðir Trump gaf nýverið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Þá sagði hann Pútín vera að leika sér að eldinum vegna ítrekaðra árása Rússa á borgi og bæi Úkraínu. „Það sem Vladimír Pútín veit ekki er að ef ekki væri fyrir mig, væru allskonar slæmir hlutir að gerast í Rússlandi og ég meina VIRKILEGA SLÆMIR,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn í síðasta mánuði. Sjá einnig: „Hann er að leika sér að eldinum!“ Forsetinn bandaríski hefur ítrekað gefið til kynna að hann sé að skoða að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur þó aldrei gerst. Þess í stað hefur hann gefið til kynna Bandaríkjamenn muni ganga frá borðinu, ef svo má segja, og jafnvel hætta stuðningi við Úkraínumenn. Slíkt yrði mikill sigur fyrir Pútín og Rússa og myndi gera Úkraínumönnum varnirnar erfiðari. Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. 2. júní 2025 17:09 Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. 2. júní 2025 10:30 Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
„Það eru margir þingmenn sem vilja að við beitum Rússland eins kröftugum refsiaðgerðum og við getum,“ sagði Johnson við blaðamenn í gær. „Ég er stuðningsmaður þess.“ Lindsey Graham og Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, hafa samið frumvarp sem myndi herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi til muna, verði það að lögum. Samkvæmt frumvarpinu myndu Bandaríkin setja fimm hundruð prósenta toll á vörur frá öllum ríkjum sem kaupa olíu og/gas frá Rússlandi en það er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Graham segir 82 aðra þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið og sagði hann í Úkraínu í síðustu viku að það yrði mögulega lagt fyrir öldungadeildina í þessari viku. Með miklum stuðningi í báðum deildum þingsins væri mögulegt að gera frumvarpið að lögum án þess að Trump veiti því blessun sína. Graham skrifaði í morgun færslu á X um ummæli Dmitrís Medvedev, fyrrverandi forseta Rússlands, fyrrverandi forsætisráðherra og sitjandi varaformanns öryggisráðs Rússlands, um að friðarviðræðunum við Úkraínumenn væri ekki ætlað að koma á friði. Þeim væri þess í stað ætlað að hjálpa Rússum að sigra Úkraínu. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Þakkaði Graham Medvedev fyrir að gera afstöðu Rússa skýra. Congratulations to Mr. Medvedev for a rare moment of honesty coming from the Russian propaganda machine. I appreciate you making it clear to the world that Putin and Russia are not remotely interested in peace. https://t.co/KtlHCou8tp— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) June 3, 2025 Hefur oft sagst íhuga aðgerðir Trump gaf nýverið til kynna að hann hafi staðið í vegi hertra refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Þá sagði hann Pútín vera að leika sér að eldinum vegna ítrekaðra árása Rússa á borgi og bæi Úkraínu. „Það sem Vladimír Pútín veit ekki er að ef ekki væri fyrir mig, væru allskonar slæmir hlutir að gerast í Rússlandi og ég meina VIRKILEGA SLÆMIR,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn í síðasta mánuði. Sjá einnig: „Hann er að leika sér að eldinum!“ Forsetinn bandaríski hefur ítrekað gefið til kynna að hann sé að skoða að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur þó aldrei gerst. Þess í stað hefur hann gefið til kynna Bandaríkjamenn muni ganga frá borðinu, ef svo má segja, og jafnvel hætta stuðningi við Úkraínumenn. Slíkt yrði mikill sigur fyrir Pútín og Rússa og myndi gera Úkraínumönnum varnirnar erfiðari.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. 2. júní 2025 17:09 Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. 2. júní 2025 10:30 Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Fulltrúar Rússlands og Úkraínu áttu í friðarviðræðum í Istanbúl í dag. Fundurinn stóð yfir í tæpa klukkustund. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar landana funda. 2. júní 2025 17:09
Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. 2. júní 2025 10:30
Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36