Víðir um mál Oscars: „Réttur okkar þingmanna að hafa skoðun“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2025 12:20 Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. vísir/Anton Brink Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir. Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
„Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir.
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira