Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júní 2025 15:34 Karol Nawrocki bar nauman sigur úr býtum, rétt tæpt 51 prósent atkvæða. AP/Czarek Sokolowski Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu. Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu.
Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira