Áminning Höskuldar stendur Árni Sæberg skrifar 2. júní 2025 13:12 Höskuldur Þórhallsson í ræðustól Alþingis. Vísir/Daníel Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson fór fýluferð í dómsal þegar hann reyndi að fá áminningu frá Úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt. Hann var áminntur fyrir að halda eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og að villa um fyrir úrskurðarnefndinni. Dómur var kveðinn upp í máli Höskuldar Þórs á hendur Magnúsi Traustasyni, einum erfingjanna, sem Höskuldur Þór stefndi til ógildingar áminningarinnar. Þáði sex milljónir fyrir skiptin Vísir fjallaði á sínum tíma ítarlega um áminningu Höskuldar en hann var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Helsta eignin í búinu var íbúð gömlu konunnar í Reykjavík. Þrátt fyrir að eignir væru ekki margar tók vinnan við skiptin um eitt og hálft ár. Tillaga að skiptum var samþykkt í janúar 2022. Höskuldur greiddi hins vegar ekki erfðafjárskatt til sýslumanns fyrr en rúmu ári síðar eftir að erfingjarnir kvörtuðu undan störfum hans til úrskurðarnefndar lögmanna. Kom þá í ljós að sein skil á erfðafjárskattinum hefði verið dropinn sem fyllti mælinn hjá einum erfingjanna. Fram kemur í úrskurðinum að öll systkinin nema eitt væru ósátt við störf skiptastjórans. Gerði eitt þeirra, áðurnefndur Magnús, athugasemd við skráðan tímafjölda Höskuldar við störf, sem leiddi til sex milljóna króna þóknunar. Fékk að halda þóknuninni Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun vegna þóknunar hefði borist nokkrum vikum of seint. Skiptin hefðu verði samþykkt rúmlega ári áður en kvörtun barst. Höskuldur hélt því þóknun sinni. Hins vegar áminnti nefndin Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum . Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Þá hnaut nefndin um það að Höskuldur hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun sonar hinnar látnu var send nefndinni. Nefndin upplýsir að Höskuldur hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að hann hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin Höskuld þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Stefndi erfingjanum til ógildingar Höskuldur ákvað að stefna Magnúsi fyrir héraðsdóm til þess að freista þess að fá áminningunni hnekkt, í samræmi við lög. Hann sagði í samtali við Vísi í mars að honum þætti leitt að það væri eina leiðin sem væri honum fær í málinu. Magnús sagði í samtali við vísi vegna stefnunnar að hann væri rasandi hissa á því að þurfa að halda uppi vörnum í málinu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að Höskuldur hafi í fyrsta lagi haldið því fram að úrskurðarnefndin hafði farið út fyrir valdssvið sitt, enda bæri að bera ágreining um skipti dánarbúa undir dómstóla. Dómurinn féllst ekki á þá málsástæðu Höskuldar, né heldur aðrar málsástæður hans fyrir frávísun málsins frá nefndinni. Hefðu átt að veita andmælarétt Þá segir að Höskuldur hafi byggt á því að úrskurðarnefndin hefði brotið gegn ýmsum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Þar á meðal með því að hafa ekki veitt honum andmælarétt vegna saka sem á hann hafi verið bornar niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar hvaðþaðvarðar að hann hafi veitt rangar upplýsingar og reynt að blekkja nefndina í svörum sínum við meðferð málsins. Dómurinn félls á það með Höskuldi að brotið hefði verið á rétti hans til andmæla hvað það varðar en ekki að nefndin hafi brotið aðrar málsmeðferðarreglur. Loks hafi Höskuldur byggt á því að nefndin hefði komist að efnislega rangri niðurstöðu. Hann hafi talið sig ekki hafa brotið gegn lögum eða siðareglum lögmanna, enda hafi mistök hvað varðaði skil á erfðafjárskatt stafað frá embætti sýslumanns, sem ekki hafi sinnt lagalegri skyldu sinni með því að senda honum ekki tilkynningu um álagningu erfðafjárskatts Sýknaður af öllum kröfum Í dóminum segir að það hafi verið mat dómsins að Höskuldur gæti hvað þetta varðar ekki skýlt sér á bak við meint mistök sýslumanns enda hafi skylda til greiðslu erfðafjárskattsins hvílt á honum. Í lögum um skipti á dánarbúum sé hvergi getið um skyldu sýslumanns til að tilkynna skiptastjóra beint um endanlega álagningu erfðafjárskatts. Því verði ekki fallist á það með Höskuldi að sú háttsemi hans að standa ekki skil á framangreindum skatti fyrr en tæpu ári eftir að skiptum á búinu lauk, feli ekki í sér brot á ákvæði laganna. Því væri ekki fallist á þá málsástæðu Höskuldar að úrskurðurinn sé efnislega rangur. Því var Magnús sýknaður af öllum kröfum Höskuldar og áminningin stendur. Þá var Höskuldur dæmdur til að greiða Magnúsi eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Lögmennska Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í máli Höskuldar Þórs á hendur Magnúsi Traustasyni, einum erfingjanna, sem Höskuldur Þór stefndi til ógildingar áminningarinnar. Þáði sex milljónir fyrir skiptin Vísir fjallaði á sínum tíma ítarlega um áminningu Höskuldar en hann var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Helsta eignin í búinu var íbúð gömlu konunnar í Reykjavík. Þrátt fyrir að eignir væru ekki margar tók vinnan við skiptin um eitt og hálft ár. Tillaga að skiptum var samþykkt í janúar 2022. Höskuldur greiddi hins vegar ekki erfðafjárskatt til sýslumanns fyrr en rúmu ári síðar eftir að erfingjarnir kvörtuðu undan störfum hans til úrskurðarnefndar lögmanna. Kom þá í ljós að sein skil á erfðafjárskattinum hefði verið dropinn sem fyllti mælinn hjá einum erfingjanna. Fram kemur í úrskurðinum að öll systkinin nema eitt væru ósátt við störf skiptastjórans. Gerði eitt þeirra, áðurnefndur Magnús, athugasemd við skráðan tímafjölda Höskuldar við störf, sem leiddi til sex milljóna króna þóknunar. Fékk að halda þóknuninni Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun vegna þóknunar hefði borist nokkrum vikum of seint. Skiptin hefðu verði samþykkt rúmlega ári áður en kvörtun barst. Höskuldur hélt því þóknun sinni. Hins vegar áminnti nefndin Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum . Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Þá hnaut nefndin um það að Höskuldur hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun sonar hinnar látnu var send nefndinni. Nefndin upplýsir að Höskuldur hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að hann hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin Höskuld þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Stefndi erfingjanum til ógildingar Höskuldur ákvað að stefna Magnúsi fyrir héraðsdóm til þess að freista þess að fá áminningunni hnekkt, í samræmi við lög. Hann sagði í samtali við Vísi í mars að honum þætti leitt að það væri eina leiðin sem væri honum fær í málinu. Magnús sagði í samtali við vísi vegna stefnunnar að hann væri rasandi hissa á því að þurfa að halda uppi vörnum í málinu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að Höskuldur hafi í fyrsta lagi haldið því fram að úrskurðarnefndin hafði farið út fyrir valdssvið sitt, enda bæri að bera ágreining um skipti dánarbúa undir dómstóla. Dómurinn féllst ekki á þá málsástæðu Höskuldar, né heldur aðrar málsástæður hans fyrir frávísun málsins frá nefndinni. Hefðu átt að veita andmælarétt Þá segir að Höskuldur hafi byggt á því að úrskurðarnefndin hefði brotið gegn ýmsum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Þar á meðal með því að hafa ekki veitt honum andmælarétt vegna saka sem á hann hafi verið bornar niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar hvaðþaðvarðar að hann hafi veitt rangar upplýsingar og reynt að blekkja nefndina í svörum sínum við meðferð málsins. Dómurinn félls á það með Höskuldi að brotið hefði verið á rétti hans til andmæla hvað það varðar en ekki að nefndin hafi brotið aðrar málsmeðferðarreglur. Loks hafi Höskuldur byggt á því að nefndin hefði komist að efnislega rangri niðurstöðu. Hann hafi talið sig ekki hafa brotið gegn lögum eða siðareglum lögmanna, enda hafi mistök hvað varðaði skil á erfðafjárskatt stafað frá embætti sýslumanns, sem ekki hafi sinnt lagalegri skyldu sinni með því að senda honum ekki tilkynningu um álagningu erfðafjárskatts Sýknaður af öllum kröfum Í dóminum segir að það hafi verið mat dómsins að Höskuldur gæti hvað þetta varðar ekki skýlt sér á bak við meint mistök sýslumanns enda hafi skylda til greiðslu erfðafjárskattsins hvílt á honum. Í lögum um skipti á dánarbúum sé hvergi getið um skyldu sýslumanns til að tilkynna skiptastjóra beint um endanlega álagningu erfðafjárskatts. Því verði ekki fallist á það með Höskuldi að sú háttsemi hans að standa ekki skil á framangreindum skatti fyrr en tæpu ári eftir að skiptum á búinu lauk, feli ekki í sér brot á ákvæði laganna. Því væri ekki fallist á þá málsástæðu Höskuldar að úrskurðurinn sé efnislega rangur. Því var Magnús sýknaður af öllum kröfum Höskuldar og áminningin stendur. Þá var Höskuldur dæmdur til að greiða Magnúsi eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Lögmennska Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira