Nei, það verður ekki að vera Ísrael, það er Ísrael Einar Ólafsson skrifar 2. júní 2025 06:01 „Verður það að vera Ísrael?“ spyr alþjóðastjórnmálafræðingurinn Hjörtur J. Guðmundsson í grein á Vísi 30. maí síðastliðinn. Þar vísar hann til þess að fyrir tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og beittu þar miklu ofbeldi en meðan á því gekk heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. „Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar?“ spyr hann. „Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael?“ Spurningunni er beint til mín eins og allra hinna fjölmörgu sem hafa mótmælt yfirgengilegu ofbeldi Ísraels á Gasa að undanförnu. Reyndar finnst mér svolítið einkennilegt að alþjóðastjórnmálafræðingur skuli þurfa að fá svör við þessari spurningu. Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gasa. En munurinn er sá að ástandið í Súdan stafar af borgarastríði þar sem við eða þau ríki sem við erum tengdust geta lítil áhrif haft. Eflaust gætu þó áhrifamikil ríki og ríkjasambönd eins og Bandaríkin og Evrópusambandið beitt sér meir og það væri kannski full ástæða til að þrýsta meir á aðgerðir af þeirra hálfu. Stríðið í Sýrlandi frá árinu 2011 hefur verið ansi flókið og dæmið um flóttamannabúðirnar Yarmouk er einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað. Það hefur hreint ekki verið einhugur um hverjum er þar um að kenna, flestir þó sammála um að það sé engum einum, en ýmsir íslamskir vígahópar hafa sannarlega komið þar við sögu. Sjálfur tók ég reyndar þátt í þýðingu bókar, Stríðið gegn Sýrlandi (The Dirty war on Syria), (2018) þar sem sýnt er fram á ábyrgð vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna, á því stríði. Sú greining hefur þó verið umdeild og hvað sem um hana má segja hafa margir aðrir komið þar við sögu. Hvað sem því líður, þá hefði það satt að segja verið til lítils að við sem nú mótmælum ofbeldinu á Gasa hefðum tekið upp einhverjar mótmælaaðgerðir gegn íslömskum vígamönnum sem réðust inn í flóttamannabúðir Palestínumanna mitt í stríðinu í Sýrlandi árið 2015. Ég held það þurfi ekki próf í alþjóðastjórnmálafræði til að sjá það. Með tilliti til alþjóðastjórnmála er staðan á Gasa núna hinsvegar allt önnur. Ísrael hefur allt frá stofnun ríkisins verið í nánu sambandi við Evrópu og Bandaríkin. Bandaríkin sjá Ísrael fyrir um 60% af þeim vopnum sem þeir framleiða ekki sjálfir. Þýskaland sér þeim fyrir um um 30%. Um þriðjungur utanríkisviðskipta Ísraels er við Evrópusambandið. Margt bendir til að Bandaríkin og Evrópusambandið hefðu getað komið í veg fyrir þjóðarmorðið á Gasa með samstilltum aðgerðum. Og gætu stöðvað það nú. Ísland hefur alltaf haft góð samskipti við Ísrael og Bandaríkin og Evrópusambandið eru meðal nánustu samstarfsríkja Íslands. Þess vegna hefur það eitthvað upp á sig að hafa hátt um þetta nú, taka undir með þeim í Evrópu og Bandaríkjunum sem krefjast aðgerða, hvetja íslenska ráðamenn til að láta í sér heyra og hvetja til sniðgöngu gagnvart Ísrael. Við áttum enga slíka möguleika gagnvart vígamönnum Ríkis íslams sem réðust inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk fyrir rétt rúmum tíu árum síðan. Ég ætla ekki að elta ólar við athugasemd greinarhöfundar um að við höfum ekki „gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza“ en vil bara benda á að hvaða álit sem menn hafa á Hamas og jafnvel þótt einhverjir vilji taka undir með stjórn Ísraels að það sé nauðsynlegt að uppræta Hamas, þá getur það aldrei réttlætt þjóðarmorð á íbúum Gasa. Sífelld tilvísun ráðamanna á Vesturlöndum til óréttlætanlegra aðgerða Hamas 7. október 2023 og rétt Ísraels til sjálfsvarnar er hörmuleg réttlæting á þeirri skelfingu sem nú ríkir á Gasa og aðgerðarleysinu gagnvart henni. Svona rétt í lokin: Ég hef aldrei orðið var við þá gyðingaandúð, sem greinarhöfundur víkur að í lok greinar sinnar, og er líklega niðurstaða hans og meginatriðið. Hjá öllum þeim fjölmörgu sem ég hef verið í sambandi við um áratuga skeið í mótmælum gegn ofbeldi Ísraels gagnvart Palestínumönnum. Ég hef enga séð tengja gyðinga almennt við það ofbeldi nema þá sem gagnrýna þessi mótmæli og tengja þau við gyðingaandúð. Við þá segi ég: fyrir alla muni, hættið að tengja gyðinga almennt við glæpaverk Ísraels. Hættið að kynda undir gyðingaandúð. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
„Verður það að vera Ísrael?“ spyr alþjóðastjórnmálafræðingurinn Hjörtur J. Guðmundsson í grein á Vísi 30. maí síðastliðinn. Þar vísar hann til þess að fyrir tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og beittu þar miklu ofbeldi en meðan á því gekk heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. „Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar?“ spyr hann. „Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael?“ Spurningunni er beint til mín eins og allra hinna fjölmörgu sem hafa mótmælt yfirgengilegu ofbeldi Ísraels á Gasa að undanförnu. Reyndar finnst mér svolítið einkennilegt að alþjóðastjórnmálafræðingur skuli þurfa að fá svör við þessari spurningu. Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gasa. En munurinn er sá að ástandið í Súdan stafar af borgarastríði þar sem við eða þau ríki sem við erum tengdust geta lítil áhrif haft. Eflaust gætu þó áhrifamikil ríki og ríkjasambönd eins og Bandaríkin og Evrópusambandið beitt sér meir og það væri kannski full ástæða til að þrýsta meir á aðgerðir af þeirra hálfu. Stríðið í Sýrlandi frá árinu 2011 hefur verið ansi flókið og dæmið um flóttamannabúðirnar Yarmouk er einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað. Það hefur hreint ekki verið einhugur um hverjum er þar um að kenna, flestir þó sammála um að það sé engum einum, en ýmsir íslamskir vígahópar hafa sannarlega komið þar við sögu. Sjálfur tók ég reyndar þátt í þýðingu bókar, Stríðið gegn Sýrlandi (The Dirty war on Syria), (2018) þar sem sýnt er fram á ábyrgð vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna, á því stríði. Sú greining hefur þó verið umdeild og hvað sem um hana má segja hafa margir aðrir komið þar við sögu. Hvað sem því líður, þá hefði það satt að segja verið til lítils að við sem nú mótmælum ofbeldinu á Gasa hefðum tekið upp einhverjar mótmælaaðgerðir gegn íslömskum vígamönnum sem réðust inn í flóttamannabúðir Palestínumanna mitt í stríðinu í Sýrlandi árið 2015. Ég held það þurfi ekki próf í alþjóðastjórnmálafræði til að sjá það. Með tilliti til alþjóðastjórnmála er staðan á Gasa núna hinsvegar allt önnur. Ísrael hefur allt frá stofnun ríkisins verið í nánu sambandi við Evrópu og Bandaríkin. Bandaríkin sjá Ísrael fyrir um 60% af þeim vopnum sem þeir framleiða ekki sjálfir. Þýskaland sér þeim fyrir um um 30%. Um þriðjungur utanríkisviðskipta Ísraels er við Evrópusambandið. Margt bendir til að Bandaríkin og Evrópusambandið hefðu getað komið í veg fyrir þjóðarmorðið á Gasa með samstilltum aðgerðum. Og gætu stöðvað það nú. Ísland hefur alltaf haft góð samskipti við Ísrael og Bandaríkin og Evrópusambandið eru meðal nánustu samstarfsríkja Íslands. Þess vegna hefur það eitthvað upp á sig að hafa hátt um þetta nú, taka undir með þeim í Evrópu og Bandaríkjunum sem krefjast aðgerða, hvetja íslenska ráðamenn til að láta í sér heyra og hvetja til sniðgöngu gagnvart Ísrael. Við áttum enga slíka möguleika gagnvart vígamönnum Ríkis íslams sem réðust inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk fyrir rétt rúmum tíu árum síðan. Ég ætla ekki að elta ólar við athugasemd greinarhöfundar um að við höfum ekki „gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza“ en vil bara benda á að hvaða álit sem menn hafa á Hamas og jafnvel þótt einhverjir vilji taka undir með stjórn Ísraels að það sé nauðsynlegt að uppræta Hamas, þá getur það aldrei réttlætt þjóðarmorð á íbúum Gasa. Sífelld tilvísun ráðamanna á Vesturlöndum til óréttlætanlegra aðgerða Hamas 7. október 2023 og rétt Ísraels til sjálfsvarnar er hörmuleg réttlæting á þeirri skelfingu sem nú ríkir á Gasa og aðgerðarleysinu gagnvart henni. Svona rétt í lokin: Ég hef aldrei orðið var við þá gyðingaandúð, sem greinarhöfundur víkur að í lok greinar sinnar, og er líklega niðurstaða hans og meginatriðið. Hjá öllum þeim fjölmörgu sem ég hef verið í sambandi við um áratuga skeið í mótmælum gegn ofbeldi Ísraels gagnvart Palestínumönnum. Ég hef enga séð tengja gyðinga almennt við það ofbeldi nema þá sem gagnrýna þessi mótmæli og tengja þau við gyðingaandúð. Við þá segi ég: fyrir alla muni, hættið að tengja gyðinga almennt við glæpaverk Ísraels. Hættið að kynda undir gyðingaandúð. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun