„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2025 18:36 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti er yfir sig ánægður með vel heppnaða hernaðaraðgerð dagsins. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira