Mikið um dýrðir á þjóðardegi Íslands í Japan Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2025 17:29 Höllu hefur verið vel tekið í Japan í opinberri heimsókn sinni. Íslandi var fagnað á þjóðardegi sínum á heimssýningunni í Osaka þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir var heiðursgestur. Yfirskrift dagsins var Friður og jafnrétti þar sem fjölmörgum gestum gafst kostur á að kynnast landi og þjóð í gegnum fjölbreytta viðburði. Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum. Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum.
Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira