Mikið um dýrðir á þjóðardegi Íslands í Japan Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2025 17:29 Höllu hefur verið vel tekið í Japan í opinberri heimsókn sinni. Íslandi var fagnað á þjóðardegi sínum á heimssýningunni í Osaka þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir var heiðursgestur. Yfirskrift dagsins var Friður og jafnrétti þar sem fjölmörgum gestum gafst kostur á að kynnast landi og þjóð í gegnum fjölbreytta viðburði. Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum. Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum.
Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira