„Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2025 09:31 Daníel Guðni verður næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus-deild karla. vísir/sigurjón Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann segir starfið sé stórt og því fylgi alltaf ákveðin pressa. Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira