Knicks fögnuðu 111-94 sigri í Madison Square Garden en eru þó 3-2 undir í einvíginu. Þeir verða að vinna í Indianapolis annað kvöld til að jafna einvígið og knýja fram oddaleik.
Towns var vel meðvitaður um að allt væri undir þegar hann velti fyrir sér hvort hann gæti spilað í gegnum meiðslin í gærkvöld.
„Ég horfði til þessa leiks og vissi að þetta væri „leikur fimm eða dauði“. Það var í raun allt sem ég þurfti að vita,“ sagði Towns sem skoraði 24 stig og tók 13 fráköst í leiknum.
SERIES. EXTENDED.
— NBA (@NBA) May 30, 2025
The @nyknicks celebrate after forcing Game 6 with a win at home 🔥
G6: Saturday, 5/31 at 8pm/et on TNT pic.twitter.com/bO6fd1rr4c
Brunson skoraði 32 stig og var stigahæstur Knicks.
„Mér fannst við bara spila betur. Við spiluðum eftir okkar getu,“ sagði Brunson.
JALEN BRUNSON SHINES in GAME 5 ✨
— NBA (@NBA) May 30, 2025
🌟 32 PTS
🌟 5 REB
🌟 5 AST
🌟 4 3PM
KNICKS FORCE GAME 6 in INDY! pic.twitter.com/2T0DJQFQfs
„Núna er ekkert svigrúm fyrir mistök. Við erum með bakið uppi við vegg og allir leikir eru upp á líf og dauða. Ef að við mætum ekki með þessa orku og ákefð þá er tímabilinu okkar lokið,“ sagði Towns.
Tyrese Haliburton, stjarna Indiana, hafði afar hægt um sig og endaði með aðeins átta stig og sex stoðsendingar, eftir sturlaðan leik sinn tveimur dögum áður þegar hann skoraði 30 stig, átti 15 stoðsendingar og tók 12 fráköst, án þess að missa boltann í eitt einasta skipti.
„Erfitt kvöld fyrir mig. Ég verð að gera betur í að gefa tóninn og koma mér að hringnum. Mér fannst ég ekki gera neitt frábærlega í því… Þeir juku pressuna aðeins meira eftir því sem leið á leikinn. Setjið þetta á mig. Ég verð að gera betur í leik sex,“ sagði Haliburton.