Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglunnar á alvarlegri líkamsárás í Úlfarsárdal um miðjan dag miðvikudaginn 21. maí. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild en er ekki í lífshættu.
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið framlengdur um fjórar vikut, eða til 25. júní.
Maðurinn var handtekinn á miðvikudaginn í síðustu viku grunaður um stunguárás, en sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði við handtökuna og mikill viðbúnaður var á vettvangi.