Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 11:47 OKC vann vesturdeildina, með yfirburðum, og Shai-Gilgeous Alexander var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígis vestursins. Matthew Stockman/Getty Images Oklahoma City Thunder vann vesturdeild NBA og er á leið í úrslit eftir 4-1 sigur í einvíginu gegn Minnesota Timberwolves, sem vannst með þrjátíu stiga 124-94 stórsigri í nótt. OKC er fyrsta liðið til að rústa fjórum leikjum í úrslitakeppninni og komast í úrslit, þar sem liðið verður það næstyngsta frá upphafi. OKC varðist stórkostlega og valtaði yfir Úlfana í fimmta leiknum sem fór fram í nótt. Úlfarnir skoruðu fyrstu stigin úr sinni fyrstu sókn, en klikkuðu á næstu tíu skotum og þar með var leikurinn í raun farinn. OKC leiddi 26-9 eftir fyrsta leikhlutann. "How many demons are out there?""Like 8!"Mike Breen and Richard Jefferson are comedy 😂 pic.twitter.com/OjfxOJUJun— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 29, 2025 Staðan 65-32 í hálfleik og Úlfarnir þá búnir að tapa boltanum oftar (14 sinnum) en þeir höfðu sett hann ofan í körfuna (12 sinnum). OKC leads Minnesota by 33, their largest halftime lead in franchise playoff history 😮They're one half away from the NBA Finals 👀 pic.twitter.com/Zcg07bDolK— ESPN (@espn) May 29, 2025 Úlfarnir börðust aðeins til baka í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum, en létu svo aftur undan í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við þrjátíu stiga tap. 124-94 lokaniðurstaðan í leik þar sem Julius Randle (24 stig) og Anthony Edwards (19 stig) voru einu byrjunarliðsmenn Úlfanna sem skoruðu meira en fimm stig. Ant is already thinking about his comeback 😤 "Nobody's going to work harder than me this summer." pic.twitter.com/tZUsQV1zNL— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2025 Fyrstir til að rústa fjórum leikjum OKC varð þar með fyrsta liðið í sögu NBA til að vinna fjóra leiki í úrslitakeppninni með að minnsta kosti þrjátíu stigum og er á leið í úrslit í annað sinn síðan liðið flutti til Oklahoma. The Thunder are going to the NBA Finals for the first time since 2012 … And as the first team in league history with four wins by at least 30 points in the same postseason. More ⬇️ https://t.co/gTAqV0f5lY— Marc Stein (@TheSteinLine) May 29, 2025 Þriðja úrslitaeinvígi í sögu félagsins OKC komst síðast í úrslit 2012, þegar innanborðs hjá liðinu voru stjörnurnar Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook sem áttu allir síðar eftir að vera valdir verðmætasti leikmaður deildarinnar. Félagið komst þrisvar í úrslit þegar það spilaði í Seattle undir nafninu Supersonics, árin 1978 og 1979, þegar Supersonics urðu meistarar, og síðast árið 1996 gegn Chicago Bulls. Næstyngsta liðið sem kemst í úrslit OKC liðið í ár er næstyngsta liðið (25,6 ára meðalaldur) sem kemst í úrslit NBA deildarinnar, á eftir meistaraliði Portland Trail Blazers árið 1976 (24,5 ára meðalaldur). The Oklahoma City Thunder are the 2nd youngest team in NBA history to make the NBA Finals in the shot clock era They have an average age of 25.6 years old ⛈️ pic.twitter.com/mMeuP1aoSt— Underdog (@Underdog) May 29, 2025 Úrslitaeinvígið framundan Úrslitaeinvígið hefst fimmtudaginn 5. júní, þar verður OKC með heimavallarrétt og mætir annað hvort Indiana Pacers eða New York Knicks. Fimmti leikurinn í því einvígi fer fram á miðnætti í kvöld, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Pacers eru 3-1 yfir og geta klárað einvígið. NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
OKC varðist stórkostlega og valtaði yfir Úlfana í fimmta leiknum sem fór fram í nótt. Úlfarnir skoruðu fyrstu stigin úr sinni fyrstu sókn, en klikkuðu á næstu tíu skotum og þar með var leikurinn í raun farinn. OKC leiddi 26-9 eftir fyrsta leikhlutann. "How many demons are out there?""Like 8!"Mike Breen and Richard Jefferson are comedy 😂 pic.twitter.com/OjfxOJUJun— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 29, 2025 Staðan 65-32 í hálfleik og Úlfarnir þá búnir að tapa boltanum oftar (14 sinnum) en þeir höfðu sett hann ofan í körfuna (12 sinnum). OKC leads Minnesota by 33, their largest halftime lead in franchise playoff history 😮They're one half away from the NBA Finals 👀 pic.twitter.com/Zcg07bDolK— ESPN (@espn) May 29, 2025 Úlfarnir börðust aðeins til baka í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum, en létu svo aftur undan í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við þrjátíu stiga tap. 124-94 lokaniðurstaðan í leik þar sem Julius Randle (24 stig) og Anthony Edwards (19 stig) voru einu byrjunarliðsmenn Úlfanna sem skoruðu meira en fimm stig. Ant is already thinking about his comeback 😤 "Nobody's going to work harder than me this summer." pic.twitter.com/tZUsQV1zNL— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2025 Fyrstir til að rústa fjórum leikjum OKC varð þar með fyrsta liðið í sögu NBA til að vinna fjóra leiki í úrslitakeppninni með að minnsta kosti þrjátíu stigum og er á leið í úrslit í annað sinn síðan liðið flutti til Oklahoma. The Thunder are going to the NBA Finals for the first time since 2012 … And as the first team in league history with four wins by at least 30 points in the same postseason. More ⬇️ https://t.co/gTAqV0f5lY— Marc Stein (@TheSteinLine) May 29, 2025 Þriðja úrslitaeinvígi í sögu félagsins OKC komst síðast í úrslit 2012, þegar innanborðs hjá liðinu voru stjörnurnar Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook sem áttu allir síðar eftir að vera valdir verðmætasti leikmaður deildarinnar. Félagið komst þrisvar í úrslit þegar það spilaði í Seattle undir nafninu Supersonics, árin 1978 og 1979, þegar Supersonics urðu meistarar, og síðast árið 1996 gegn Chicago Bulls. Næstyngsta liðið sem kemst í úrslit OKC liðið í ár er næstyngsta liðið (25,6 ára meðalaldur) sem kemst í úrslit NBA deildarinnar, á eftir meistaraliði Portland Trail Blazers árið 1976 (24,5 ára meðalaldur). The Oklahoma City Thunder are the 2nd youngest team in NBA history to make the NBA Finals in the shot clock era They have an average age of 25.6 years old ⛈️ pic.twitter.com/mMeuP1aoSt— Underdog (@Underdog) May 29, 2025 Úrslitaeinvígið framundan Úrslitaeinvígið hefst fimmtudaginn 5. júní, þar verður OKC með heimavallarrétt og mætir annað hvort Indiana Pacers eða New York Knicks. Fimmti leikurinn í því einvígi fer fram á miðnætti í kvöld, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Pacers eru 3-1 yfir og geta klárað einvígið.
NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira