Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun