Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun