Tilkynningin um slysið barst seint á sjötta tímanum en að sögn Einars Sigurjónssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi. Óskað var eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að dráttarvél hafnaði í Hvítá en í henni var einn ökumaður. Að sögn fréttamanns Vísis á vettvangi eru viðbragðsaðilar í Hrunamannahreppi.
Allar björgunarsveitir í nágrenni slyssins voru kallaðar út að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meðferðis eru meðal annars bátar og drónar.
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyss í Hvítá að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi. Gert var ráð fyrir björgunarfólki í seinni þyrlunni. Einstaklingurinn var svo fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgsigæslunnar samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.
Fréttin hefur verið uppfærð.