Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Kolbeinn Kristinsson er ríkjandi Baltic Boxing Union meistari. Hann er á meðal hundrað bestu þungavigtar boxara á heimsvísu og hefur ekki tapað bardaga á sínum atvinnumannaferli Mynd: Kristinn Gauti Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum stígur aftur inn í hringinn um komandi helgi. Það að vera ósigraður finnst honum ekki vera íþyngjandi og hann stefnir á að stöðva komandi andstæðing sinn snemma. Heimsmeistaratitill er undir. Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“ Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“
Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira