Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. maí 2025 21:32 Valdis Bumburs, leigubílstjóri hjá Hreyfli og meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík. vísir/bjarni Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari. Það var rétt fyrir utan bæjarmörkin á Suðurlandsvegi sem að lítil flugvél nauðlenti seint í gærkvöldi. Einhver umferð var á veginum og má teljast mikið lán að ekki hafi farið verr. Eins hreyfils flugvélin virðist hafa orðið vélarvana á leið sinni frá Grænlandi samkvæmt rannsóknarnefnd samgöngumála en ekki liggur fyrir hvað olli því. Landhelgisgæslan hafði lýst yfir óvissustigi skömmu áður eftir að samband við vélina rofnaði á leið hennar frá Grænlandi. Maður sem fylgdist með vélinni lenda segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar hann áttaði sig á hvað væri að gerast. „Ég var bara að labba í göngutúr í Heiðmörk og svo sá ég eitthvað, langt í burtu sem leit ekki út fyrir að vera venjulegt. Svo ég tók bara símann og dró aðdráttinn inn og þá sé ég að þetta er einkaflugvél sem er að reyna lenda á þjóðveginum.“ Hundurinn var hvergi banginn þrátt fyrir nauðlendinguna.vísir/Valdis Valdis er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík og ákvað því að nýta reynslu sína og var fyrsti maður á vettvang. „Ég bara kveikti á Hazard ljósunum og náði smá spjalli við manninn. Hann var sem betur fer óslasaður og í góðu skapi, honum var aðeins brugðið. Síðan náði ég aðeins að róa hann og eiga gott spjall.“ frá vettvangivaldis bumburs Valdis gerði sitt besta til að tryggja vettvang áður en viðbragðsaðilar mættu og kannaði hvort olíuleki væri á svæðinu. Hann segir samblöndu af hæfni flugmannsins og heppni hafa tryggt að ekki fór verr. „Ég sá að bara nokkrum mínútum fyrr var fullt af bílum á veginum. Sama var á eftir, það var góð heppni sem spilaði þar þátt líka.“ Flugmaðurinn hafi slegið á létta strengi og hundur hans tekið Valdis vel. „Hann var í góðu skapi, jákvæður og var að gera smá grín og djók. Hundinum fannst gaman að leika aðeins við mig.“ Frá vettvangi.valdis Bumburs Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Það var rétt fyrir utan bæjarmörkin á Suðurlandsvegi sem að lítil flugvél nauðlenti seint í gærkvöldi. Einhver umferð var á veginum og má teljast mikið lán að ekki hafi farið verr. Eins hreyfils flugvélin virðist hafa orðið vélarvana á leið sinni frá Grænlandi samkvæmt rannsóknarnefnd samgöngumála en ekki liggur fyrir hvað olli því. Landhelgisgæslan hafði lýst yfir óvissustigi skömmu áður eftir að samband við vélina rofnaði á leið hennar frá Grænlandi. Maður sem fylgdist með vélinni lenda segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar hann áttaði sig á hvað væri að gerast. „Ég var bara að labba í göngutúr í Heiðmörk og svo sá ég eitthvað, langt í burtu sem leit ekki út fyrir að vera venjulegt. Svo ég tók bara símann og dró aðdráttinn inn og þá sé ég að þetta er einkaflugvél sem er að reyna lenda á þjóðveginum.“ Hundurinn var hvergi banginn þrátt fyrir nauðlendinguna.vísir/Valdis Valdis er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík og ákvað því að nýta reynslu sína og var fyrsti maður á vettvang. „Ég bara kveikti á Hazard ljósunum og náði smá spjalli við manninn. Hann var sem betur fer óslasaður og í góðu skapi, honum var aðeins brugðið. Síðan náði ég aðeins að róa hann og eiga gott spjall.“ frá vettvangivaldis bumburs Valdis gerði sitt besta til að tryggja vettvang áður en viðbragðsaðilar mættu og kannaði hvort olíuleki væri á svæðinu. Hann segir samblöndu af hæfni flugmannsins og heppni hafa tryggt að ekki fór verr. „Ég sá að bara nokkrum mínútum fyrr var fullt af bílum á veginum. Sama var á eftir, það var góð heppni sem spilaði þar þátt líka.“ Flugmaðurinn hafi slegið á létta strengi og hundur hans tekið Valdis vel. „Hann var í góðu skapi, jákvæður og var að gera smá grín og djók. Hundinum fannst gaman að leika aðeins við mig.“ Frá vettvangi.valdis Bumburs
Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira