Nú er tími til aðgerða: Tóbaks- og nikótínfrítt Ísland Vala Smáradóttir og Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifa 31. maí 2025 08:02 Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Heilsa Nikótínpúðar Rafrettur Börn og uppeldi Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun