Play tekur flugið til Agadir Árni Sæberg skrifar 27. maí 2025 10:16 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Hann er viss um að margir muni ferðast með félaginu til Agadir. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til marokkósku borgarinnar Agadir. Fyrsta flugið verður 19. desember næstkomandi en flogið verður einu sinni í viku á föstudögum þangað til um miðjan apríl 2026. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að Play verði einnig með áætlunarflug til Marrakess í Marokkó. Svipað veður og á Tenerife Flugtíminn til Agadir sé um fimm og hálf klukkustund en borgin liggi við Atlantshafið og veðurfar þar sé því svipað og á Tenerife. Íbúar Agadir upplifi að jafnaði 300 sólardaga á ári en þar megi finna gylltar strendur og golfvelli á heimsmælikvarða. Agadir sé vinsæll áfangastaður sólþyrstra íbúa Evrópu yfir vetrartímann og sé afar nútímaleg og vinaleg. Borgin hafi farið í gegnum talsverða endurnýjun þar sem markmiðið hafi verið að skapa afslappaða upplifun fyrir íbúa og þá sem heimsækja Agadir. Sannfærður um að fólk flykkist til Agadir Play sé nú með sextán sólarlandaáfangastaði í sölu en þar á meðal séu átta á Spáni, fjórir í Portúgal og einnig Split í Króatíu og Antalya í Tyrklandi ásamt fyrrnefndum Agadir og Marrakess. „Það er stefnan okkar hjá PLAY að bjóða Íslendingum upp á glæsilegt úrval sólarlandaáfangastaða og Agadir mun engan svíkja. Hvort sem leitað er eftir afslöppun á gylltum ströndum eða að njóta sín á glæsilegum golfvöllum, þá er er Agadir frábær kostur. Flugáætlunin okkar til borgarinnar mun ná yfir jólin í ár og páska á næsta ári og veturinn þar á milli og ég er sannfærður um að margir muni nýta þetta einstaka tækifæri til að upplifa þessa mögnuðu borg,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play. Play Marokkó Fréttir af flugi Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að Play verði einnig með áætlunarflug til Marrakess í Marokkó. Svipað veður og á Tenerife Flugtíminn til Agadir sé um fimm og hálf klukkustund en borgin liggi við Atlantshafið og veðurfar þar sé því svipað og á Tenerife. Íbúar Agadir upplifi að jafnaði 300 sólardaga á ári en þar megi finna gylltar strendur og golfvelli á heimsmælikvarða. Agadir sé vinsæll áfangastaður sólþyrstra íbúa Evrópu yfir vetrartímann og sé afar nútímaleg og vinaleg. Borgin hafi farið í gegnum talsverða endurnýjun þar sem markmiðið hafi verið að skapa afslappaða upplifun fyrir íbúa og þá sem heimsækja Agadir. Sannfærður um að fólk flykkist til Agadir Play sé nú með sextán sólarlandaáfangastaði í sölu en þar á meðal séu átta á Spáni, fjórir í Portúgal og einnig Split í Króatíu og Antalya í Tyrklandi ásamt fyrrnefndum Agadir og Marrakess. „Það er stefnan okkar hjá PLAY að bjóða Íslendingum upp á glæsilegt úrval sólarlandaáfangastaða og Agadir mun engan svíkja. Hvort sem leitað er eftir afslöppun á gylltum ströndum eða að njóta sín á glæsilegum golfvöllum, þá er er Agadir frábær kostur. Flugáætlunin okkar til borgarinnar mun ná yfir jólin í ár og páska á næsta ári og veturinn þar á milli og ég er sannfærður um að margir muni nýta þetta einstaka tækifæri til að upplifa þessa mögnuðu borg,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play.
Play Marokkó Fréttir af flugi Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira