Innlent

Margrét Hauks­dóttir er látin

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Margrét Hauksdóttir er látin, sjötíu ára að aldri.
Margrét Hauksdóttir er látin, sjötíu ára að aldri.

Mar­grét Hauks­dótt­ir, hús­móðir og fyrrverandi ráðherra­frú, varð bráðkvödd í sum­ar­húsi sínu á Hallanda­engj­um í Flóa í fyrra­dag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn.

Greint er frá andláti Margrétar í Morgunblaði dagsins í dag.

Mar­grét fædd­ist í Reykja­vík þann 3. apríl 1955. For­eldr­ar henn­ar voru Jón Hauk­ur Gísla­son, bóndi á Stóru-Reykj­um í Hraun­gerðis­hreppi, og Sig­ur­björg Geirs­dótt­ir hús­freyja. Margrét ólst upp á Stóru-Reykj­um, gekk í Þing­borg­ar­skóla, sem var barna­skóli sveit­ar­inn­ar, og síðan í Gagn­fræðaskól­ann á Sel­fossi. Eft­ir að skóla­göngu lauk á Sel­fossi fór hún í Hús­mæðraskól­ann í Reykja­vík.

Ævist­arf Mar­grét­ar vann ým­iss kon­ar þjón­ustu- og umönn­un­ar­störf á Sel­fossi og í Reykja­vík á fyrri árum og fylgdi síðar eig­in­manni sín­um í embætt­is­störf­um hans. Mar­grét og Guðni héldu heim­ili bæði á Sel­fossi og í Reykja­vík. Þau festu kaup á íbúð í miðbæ Sel­foss og bjuggu þar síðustu ár, en voru ný­lega flutt aft­ur til Reykja­vík­ur þegar hún lést.

Mar­grét hélt miklu ást­fóstri við heima­hag­ana í Fló­an­um og höfðu þau hjón­in komið sér vel fyr­ir í sum­ar­húsi á „Engj­un­um“ þar sem hún átti unaðsreit með fólk­inu sínu.

Eft­ir­lif­andi eig­inmaður Mar­grét­ar er Guðni Ágústs­son, fyrrverandi alþing­ismaður og land­búnaðarráðherra. Dæt­ur þeirra eru: Brynja, f. 7. mars 1973, gift Auðuni Sól­berg Vals­syni, börn þeirra eru Guðni Val­ur, Salka Mar­grét og Óli­ver Tumi; Agnes, f. 20. nóv­em­ber 1976, börn henn­ar eru Freyja og Snorri, faðir þeirra er Guðni Vil­berg Björns­son; Sig­ur­björg (Sirra), f. 15. apríl 1984, gift Arn­ari Þór Úlfars­syni, börn þeirra eru Eva, Eik og and­vana fædd­ir tví­bura­dreng­ir.

Systkini Mar­grét­ar eru María Ingi­björg Hauks­dótt­ir, Gerður Hauks­dótt­ir, Gísli Hauks­son, Vig­dís Hauks­dótt­ir og Hróðný Hanna Hauks­dótt­ir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×