Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 27. maí 2025 08:32 Ísland hefur ítrekað gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingu reglna frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta fyrirkomulag, sem oft er kallað gullhúðun eða blýhúðun, hefur allajafna í för með sér aukið og íþyngjandi flækjustig, hærri kostnað og meiri óvissu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki hér á landi. Reglur sem ætlað er að stuðla að samræmingu og einfaldleika á innri markaði Evrópu verða hér oft og tíðum að mikilli byrði fyrir allt okkar samfélag. Árið 2024 skilaði starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins fimm skýrum tillögum til að vinda ofan af þessari þróun. Þar er meðal annars lögð áhersla á að þingsköpum Alþingis verði breytt þannig að meginreglan verði sú að ekki sé gengið lengra en lágmarkskröfur EES krefjast, nema skýr rök liggi fyrir. Tilvalið væri að nýta aðstoð gervigreindar til að greina snögglega hvar hefur verið farið fram með íþyngjandi hætti umfram lágmarkskröfur EES gerða – líkt og fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði í hyggju á síðasta kjörtímabili. Ég hef sem varaþingmaður lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra hvað þetta varðar, annars vegar um stefnu í afhúðun regluverks umfram EES gerðir og stefnumótandi vinnubrögð hér eftir á Alþingi Íslendinga við yfirfærslu EES gerða á okkar samfélag. Tími er kominn til að létta þessari ósanngjörnu byrði af fólki, fyrirtækjum og stjórnsýslunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Ísland hefur ítrekað gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingu reglna frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta fyrirkomulag, sem oft er kallað gullhúðun eða blýhúðun, hefur allajafna í för með sér aukið og íþyngjandi flækjustig, hærri kostnað og meiri óvissu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki hér á landi. Reglur sem ætlað er að stuðla að samræmingu og einfaldleika á innri markaði Evrópu verða hér oft og tíðum að mikilli byrði fyrir allt okkar samfélag. Árið 2024 skilaði starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins fimm skýrum tillögum til að vinda ofan af þessari þróun. Þar er meðal annars lögð áhersla á að þingsköpum Alþingis verði breytt þannig að meginreglan verði sú að ekki sé gengið lengra en lágmarkskröfur EES krefjast, nema skýr rök liggi fyrir. Tilvalið væri að nýta aðstoð gervigreindar til að greina snögglega hvar hefur verið farið fram með íþyngjandi hætti umfram lágmarkskröfur EES gerða – líkt og fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði í hyggju á síðasta kjörtímabili. Ég hef sem varaþingmaður lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra hvað þetta varðar, annars vegar um stefnu í afhúðun regluverks umfram EES gerðir og stefnumótandi vinnubrögð hér eftir á Alþingi Íslendinga við yfirfærslu EES gerða á okkar samfélag. Tími er kominn til að létta þessari ósanngjörnu byrði af fólki, fyrirtækjum og stjórnsýslunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar