Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. maí 2025 14:18 Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun