Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 18:55 Ísraelsher freistir þess að binda enda á stjórn Hamasliða á Gasasvæðinu á meðan hungur vofir yfir milljónum. AP/Jehad Alshrafi Ísraelski herinn hyggst ná valdi yfir þremur fjórðu af Gasasvæðinu á næstu tveimur mánuðum í nýrri sókn sem hefst bráðum. Um er að ræða stefnubreytingu samkvæmt ísraelskum miðlum. Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira