Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 18:55 Ísraelsher freistir þess að binda enda á stjórn Hamasliða á Gasasvæðinu á meðan hungur vofir yfir milljónum. AP/Jehad Alshrafi Ísraelski herinn hyggst ná valdi yfir þremur fjórðu af Gasasvæðinu á næstu tveimur mánuðum í nýrri sókn sem hefst bráðum. Um er að ræða stefnubreytingu samkvæmt ísraelskum miðlum. Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent