Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 12:12 Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í viðtali á föstudag vegna þess sem miður hefur farið í landamæraeftirliti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir embættismönnum ekki um að kenna. Vísir Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“ Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“
Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent