Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar 25. maí 2025 10:33 Það er ekki ýkja langt síðan að allir bjuggu í sveit. Búandi á Íslandi var nokkurn veginn um tvennt að velja; annað hvort að vera bóndi eða þá að sækja sjóinn. Hvoru tveggja fólst í því að afla matar sem enginn hefur jú nokkurn tímann getað verið án. En margt hefur svo sannarlega breyst í gegnum tíðina. Sveitirnar okkar endurspegla þjóðarsál Íslendinga, þær umlykja og eru umluktar okkar mestu gersemi og stolti, íslenskri náttúru. Þó að flestir Íslendingar búi nú í þéttbýli, þá lifir tengingin við sveitina sterkt áfram – í matnum sem við borðum, landslaginu sem við dáumst að og gildunum sem við höldum í. En á tímum aukins hraða og breytinga í samfélaginu þarf að huga að og rækta tengsl bænda og neytenda. Við þurfum að endurnýja heitin milli bænda og borgar. Það er mikilvægt að efla skilning og traust á milli þessara tveggja heima. Neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur; hvort sem það er í versluninni, veitingastaðnum eða mötuneytinu, hvernig hann er framleiddur og að landbúnaðurinn sé rekinn með ábyrgum hætti. Bændur vilja á sama tíma standa undir væntingum neytenda og heyra hverjar þær eru. Bændur vilja sömuleiðis að afurðir þeirra séu metnar að verðleikum og að það sé skilningur á þeirri þrotlausu vinnu og fagmennsku sem liggur að baki hverri fullunninni vöru. Við bændur stöndum með neytendum og neytendur standa með okkur. Það traust og sú samstaða er lykillinn að því að halda uppi sterkum og sjálfbærum landbúnaði í þágu þjóðar. Íslenskir bændur leggja sig fram við að framleiða hágæða matvæli, nýta nýjustu tækni og þróa framleiðslu með umhverfið í huga. Það er engin tilviljun að íslenskar landbúnaðarafurðir njóta trausts – þær byggja á hreinni náttúru, vandaðri vinnu og alúð. Neytendur kjósa íslenskt – það skiptir máli. Þegar við veljum íslenskt, styðjum við ekki aðeins nærsamfélagið heldur einnig áframhaldandi þróun og nýsköpun í landbúnaði. Við verjum matvæla- og fæðuöryggi okkar, styðjum við sjálfbæra framleiðslu og tryggjum að sveitirnar okkar haldi áfram að vera lifandi hluti af íslenskri menningu. Við erum öll í sama liðinu – bændur og neytendur – öll úr sömu sveit. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni. Saman munum við tryggja góða og bjarta framtíð fyrir íslenskan landbúnað, í þágu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan að allir bjuggu í sveit. Búandi á Íslandi var nokkurn veginn um tvennt að velja; annað hvort að vera bóndi eða þá að sækja sjóinn. Hvoru tveggja fólst í því að afla matar sem enginn hefur jú nokkurn tímann getað verið án. En margt hefur svo sannarlega breyst í gegnum tíðina. Sveitirnar okkar endurspegla þjóðarsál Íslendinga, þær umlykja og eru umluktar okkar mestu gersemi og stolti, íslenskri náttúru. Þó að flestir Íslendingar búi nú í þéttbýli, þá lifir tengingin við sveitina sterkt áfram – í matnum sem við borðum, landslaginu sem við dáumst að og gildunum sem við höldum í. En á tímum aukins hraða og breytinga í samfélaginu þarf að huga að og rækta tengsl bænda og neytenda. Við þurfum að endurnýja heitin milli bænda og borgar. Það er mikilvægt að efla skilning og traust á milli þessara tveggja heima. Neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur; hvort sem það er í versluninni, veitingastaðnum eða mötuneytinu, hvernig hann er framleiddur og að landbúnaðurinn sé rekinn með ábyrgum hætti. Bændur vilja á sama tíma standa undir væntingum neytenda og heyra hverjar þær eru. Bændur vilja sömuleiðis að afurðir þeirra séu metnar að verðleikum og að það sé skilningur á þeirri þrotlausu vinnu og fagmennsku sem liggur að baki hverri fullunninni vöru. Við bændur stöndum með neytendum og neytendur standa með okkur. Það traust og sú samstaða er lykillinn að því að halda uppi sterkum og sjálfbærum landbúnaði í þágu þjóðar. Íslenskir bændur leggja sig fram við að framleiða hágæða matvæli, nýta nýjustu tækni og þróa framleiðslu með umhverfið í huga. Það er engin tilviljun að íslenskar landbúnaðarafurðir njóta trausts – þær byggja á hreinni náttúru, vandaðri vinnu og alúð. Neytendur kjósa íslenskt – það skiptir máli. Þegar við veljum íslenskt, styðjum við ekki aðeins nærsamfélagið heldur einnig áframhaldandi þróun og nýsköpun í landbúnaði. Við verjum matvæla- og fæðuöryggi okkar, styðjum við sjálfbæra framleiðslu og tryggjum að sveitirnar okkar haldi áfram að vera lifandi hluti af íslenskri menningu. Við erum öll í sama liðinu – bændur og neytendur – öll úr sömu sveit. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni. Saman munum við tryggja góða og bjarta framtíð fyrir íslenskan landbúnað, í þágu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun