Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar 24. maí 2025 23:44 Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar