Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar 24. maí 2025 23:44 Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun