Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar 25. maí 2025 07:01 Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skattar og tollar Þórir Garðarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun