Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar 25. maí 2025 07:01 Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skattar og tollar Þórir Garðarsson Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun