Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 16:28 Ída Marín Hermannsdóttir skoraði sigurmark FH gegn Breiðabliki. vísir/ernir FH varð í gær fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna á tímabilinu. Lokatölur í Kaplakrika 2-1, FH-ingum í vil. Tveir aðrir leikir fóru fram í gær. Fram sigraði Tindastól, 1-0, og Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Í dag vann Þór/KA 1-0 sigur á Stjörnunni. Öll mörkin í leik FH og Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Sammy Smith kom Blikum yfir á 7. mínútu en Maya Lauren Hansen jafnaði þremur mínútum síðar. Á 32. mínútu skoraði Ída María Hermannsdóttir svo sigurmark heimakvenna með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf Thelmu Karenar Pálmadóttur. Breiðablik er enn á toppi deildarinnar með sextán stig, jafn mörg og Þróttur og FH. Murielle Tiernan reyndist hetja Fram gegn sínum gamla liði, Tindastóli. Hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Þetta var þriðji sigur Fram í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 6. sæti með níu stig. Tindastóll er í 8. sæti með sex stig. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir reyndist hetja Víkings gegn Val en hún varði vítaspyrnu Jordyn Rhodes í uppbótartíma. Fanndís Friðriksdóttir kom Valskonum yfir eftir hálftíma en Dagný Rún Pétursdóttir jafnaði á 54. mínútu. Heimakonur fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér öll þrjú stigin en Katla kom í veg fyrir það. Valur, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 7. sæti deildarinnar með átta stig. Víkingur, sem hefur bara unnið einn deildarleik, er í níunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. Einn leikur var á dagskrá í dag. Fæstum að óvörum var það Sandra María Jessen, markadrottning síðasta tímabils, sem skoraði eina markið í 1-0 sigri Þórs/KA á Stjörnunni. Klippa: Þór/KA 1-0 Stjarnan Þór/KA er með 15 stig í 4. sæti, aðeins stigi frá toppliðunum þremur. Stjarnan er með níu stig í sjötta sæti deildarinnar. Besta deild kvenna FH Breiðablik Fram Tindastóll Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35 „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25 „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37 Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Öll mörkin í leik FH og Breiðabliks komu í fyrri hálfleik. Sammy Smith kom Blikum yfir á 7. mínútu en Maya Lauren Hansen jafnaði þremur mínútum síðar. Á 32. mínútu skoraði Ída María Hermannsdóttir svo sigurmark heimakvenna með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf Thelmu Karenar Pálmadóttur. Breiðablik er enn á toppi deildarinnar með sextán stig, jafn mörg og Þróttur og FH. Murielle Tiernan reyndist hetja Fram gegn sínum gamla liði, Tindastóli. Hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Þetta var þriðji sigur Fram í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 6. sæti með níu stig. Tindastóll er í 8. sæti með sex stig. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir reyndist hetja Víkings gegn Val en hún varði vítaspyrnu Jordyn Rhodes í uppbótartíma. Fanndís Friðriksdóttir kom Valskonum yfir eftir hálftíma en Dagný Rún Pétursdóttir jafnaði á 54. mínútu. Heimakonur fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér öll þrjú stigin en Katla kom í veg fyrir það. Valur, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 7. sæti deildarinnar með átta stig. Víkingur, sem hefur bara unnið einn deildarleik, er í níunda og næstneðsta sæti með fjögur stig. Einn leikur var á dagskrá í dag. Fæstum að óvörum var það Sandra María Jessen, markadrottning síðasta tímabils, sem skoraði eina markið í 1-0 sigri Þórs/KA á Stjörnunni. Klippa: Þór/KA 1-0 Stjarnan Þór/KA er með 15 stig í 4. sæti, aðeins stigi frá toppliðunum þremur. Stjarnan er með níu stig í sjötta sæti deildarinnar.
Besta deild kvenna FH Breiðablik Fram Tindastóll Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35 „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25 „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37 Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17 Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni. 24. maí 2025 10:35
„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25
„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. 23. maí 2025 20:37
Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. 23. maí 2025 17:17
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. 23. maí 2025 17:17
Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 23. maí 2025 16:48
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn