Úrslit leiksins réðust í framlengingu. Elvar fékk tækifæri til að jafna leikinn en skaut í varnarvegg Flensburg úr aukakasti.
Elvar skoraði sex mörk í leiknum en Arnar Freyr var ekki á meðal markaskorara. Timo Kastening skoraði átta mörk fyrir Melsungen og Dainis Kristopans sjö.
Emil Jakobsen skoraði níu mörk úr tíu skotum fyrir Flensburg og samherji hans í danska landsliðinu, Niclas Kirkeløkke, sex.
Í seinni undanúrslitaleiknum mætast Kiel og Montpellier. Hornamaðurinn Dagur Gautason leikur með franska liðinu.