Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 11:35 Ngan Kieu Tran frá Víetnam, og Dana Zaher og Diana Al Barouki frá Sýrlandi. FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp. Hún flutti lag á fiðlu í útskriftinni.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ. Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Reykjavík Innflytjendamál Dúxar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Ngan Kieu Tran var dúx skólans í ár með meðaleinkunn upp á 9,82, og við útskrift fékk hún verðlaun fyrir námsárangur í íslensku, stærðfræði, spænsku, ensku og raungreinum. Hún er frá Víetnam og flutti til Íslands þegar móðir hennar fékk starf á Íslandi árið 2022. Í viðtali á heimasíðu skólans segir Ngan að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að fylgja náminu eftir. Fyrst hafi henni fundist erfiðast að læra um kyn orða en núna séu það beygingarnar. Ngan Kieu Tran er dúx skólans með 9,82 í meðaleinkunn.FÁ „Ég gat ekki alltaf skilið kennarana í byrjun, svo ég las efnið aftur heima og gerði allar æfingarnar,“ segir hún. Diana og Dana flúðu stríðsástand í borginni Sweida í Sýrlandi ásamt fjölskyldum sínum, og segja þær að fjölskyldan hafi viljað búa í öruggu landi þar sem draumar gætu ræst. „Ísland hefur gefið okkur tækifæri til að vera örugg, læra og byggja okkur framtíð,“ segir Diana. Þær segjast báðar hafa lagt mikið á sig til að ná tökum á íslenskunni. „Ég æfði mig mikið, talaði við Íslendinga og lærði mjög mikið. Það er erfitt í byrjun, sérstaklega beygingar, en ef maður heldur áfram þá fer manni fram dag frá degi,“ segir Dana. „Ég elska þetta land. Það hefur gefið okkur nýtt upphaf,“ segir Dana.FÁ „Ég lærði stöðugt og markvisst. Ég las bækur, skrifaði glósur og passaði mig að æfa mig daglega. Mottóið mitt í lífinu er þolinmæði, vilji og að halda áfram,“ segir Diana. Námsumhverfið strangara í Víetnam og Sýrlandi Stelpurnar segja að skólakerfið í þeirra heimalöndum, Sýrlandi og Víetnam, sé ólíkt því sem þær hafa kynnst á Íslandi. Í Sýrlandi og Víetnam sé mikið lagt upp úr utanbókarlærdómi og þar þurfi að ná háum einkunnum til að komast áfram í lífinu. „Námsumhverfið er strangara og svigrúm til að velja eigin brautir afar lítið. Í Sýrlandi er ekkert val í boði, allir þurfa að fara sömu leið.“ Ngan segir að námið í Víetnam sé mjög krefjandi. „Við lærum 14-15 fög samtímis og ef maður fellur í einu, þarf maður að endurtaka allt árið. Hér á Íslandi er meira svigrúm og áhersla á skapandi nálganir, sérstaklega í vísindagreinum.,“ segir hún. Diana segir mikilvægt að temja sér jákvætt hugarfar og gefast ekki upp. Hún flutti lag á fiðlu í útskriftinni.FÁ „Æfingin skapar meistarann“ Allar starfa þær hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli, en þar starfa þær sem leiðbeinendur og aðstoða fólk sem er að læra að lesa á íslensku. Ráð þeirra til annarra í svipaðri stöðu eru einföld, en þær segja: „Gefstu aldrei upp því æfingin skapar meistarann. Talaðu tungumálið, lestu, hlustaðu og lærðu og hafðu trú á sjálfum þér.“ Allar þrjár stefna á háskólanám næsta haust. Diana ætlar í tölvunarfræði í HR, Ngan stefnir á heilbrigðistverkfræði í HR og Dana stefnir á að læra lögfræði í HR. Ítarlegra viðtal á síðu FÁ.
Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Reykjavík Innflytjendamál Dúxar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira