Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2025 13:02 Dráttarvéladagurinn er á Blikastöðum í dag en reiknað er með fjölmenni á daginn til að skoða gamlar dráttarvélar. Aðsend Það er mikið um að vera á jörðinni Blikastöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en þar fer fram dráttarvéladagur þar sem margar af elstu dráttarvélum landsins eru til sýnis. Þá er markaður á staðnum með allskonar traktorsdóti þar sem hægt er að gera góð kaup. Það eru ótrúlega margir, sem hafa áhuga á að gera upp gamlar dráttarvélar og þar eru eldri karlmenn í miklum meirihluta. Sérstök síða er á Facebook, sem heitir Fergusonfélagið en hún er með mörg þúsund fylgjendur þar sem dráttarvéla sögum er deilt og sýndar myndir þar sem er verið að gera um gamlar dráttarvélar. Í dag stendur yfir Dráttarvéladagur á Blikastöðum, sem er jörð einstaklega á höfuðborgarsvæðinu og liggur að sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en þar er Skagfirðingurinn og fyrrverandi flugstjóri, Albert Baldursson allt í öllu á deginum. „Já það má segja að þetta sé svona lokin á vetrarstarfi Fergusonfélagsins. Þá er þessi dagur, sem við höfum alltaf haldið í lok maí og það er véladagur þar sem menn eru að koma með tækin sín og tól og jafnvel sýna afrakstur vetrarins, það sem menn hafa verið að gera í vetur,“ segir Albert. Eru þetta eru allt gamlar dráttarvélar, sem þið eruð að sýna eða hvað? „Já bæði og. Það eru hér yngri vélar líka en yfirleitt eru þetta vélar, sem eru getum við sagt svona fyrir 1965 og 1970 og bara alveg frá því að fyrstu vélar komu.“ Allir eru velkomnir á Dráttavélardaginn í dag á Blikastöðum. Aðsend En hvað er elsta dráttarvélina gömul á sýningu dagsins? „Hún er frá 1952, elsta vélin, sem við getum sýnt og er vel ökufær. Það er gamli grái Ferguson,“ segir Albert. Albert á sjálfur fjórar vélar á sýningunni, sem hann hefur allar gert upp sjálfur og er stoltur af eins og von er. Hann reiknar með mikið af gestum á Dráttarvéladaginn enda allir velkomnir og ekkert kostar inn. „Já, já, allir velkomnir og það er opið hjá okkur til klukkan 17:00 í dag eða eins og fólk nennir að hanga hérna. Það er fjölskyldustemming hjá okkur og við vonum að það verði bara í allan dag,“ sagði Albert Baldursson, innanbúðarmaður í Fergusonfélaginu og á Blikastöðum. Vélarnar eru meira og minna allar ökuhæfar og líta mjög vel út hjá eigendum þeirra.Aðsend Facebooksíða Fergusonfélagsins Reykjavík Landbúnaður Bílar Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Það eru ótrúlega margir, sem hafa áhuga á að gera upp gamlar dráttarvélar og þar eru eldri karlmenn í miklum meirihluta. Sérstök síða er á Facebook, sem heitir Fergusonfélagið en hún er með mörg þúsund fylgjendur þar sem dráttarvéla sögum er deilt og sýndar myndir þar sem er verið að gera um gamlar dráttarvélar. Í dag stendur yfir Dráttarvéladagur á Blikastöðum, sem er jörð einstaklega á höfuðborgarsvæðinu og liggur að sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en þar er Skagfirðingurinn og fyrrverandi flugstjóri, Albert Baldursson allt í öllu á deginum. „Já það má segja að þetta sé svona lokin á vetrarstarfi Fergusonfélagsins. Þá er þessi dagur, sem við höfum alltaf haldið í lok maí og það er véladagur þar sem menn eru að koma með tækin sín og tól og jafnvel sýna afrakstur vetrarins, það sem menn hafa verið að gera í vetur,“ segir Albert. Eru þetta eru allt gamlar dráttarvélar, sem þið eruð að sýna eða hvað? „Já bæði og. Það eru hér yngri vélar líka en yfirleitt eru þetta vélar, sem eru getum við sagt svona fyrir 1965 og 1970 og bara alveg frá því að fyrstu vélar komu.“ Allir eru velkomnir á Dráttavélardaginn í dag á Blikastöðum. Aðsend En hvað er elsta dráttarvélina gömul á sýningu dagsins? „Hún er frá 1952, elsta vélin, sem við getum sýnt og er vel ökufær. Það er gamli grái Ferguson,“ segir Albert. Albert á sjálfur fjórar vélar á sýningunni, sem hann hefur allar gert upp sjálfur og er stoltur af eins og von er. Hann reiknar með mikið af gestum á Dráttarvéladaginn enda allir velkomnir og ekkert kostar inn. „Já, já, allir velkomnir og það er opið hjá okkur til klukkan 17:00 í dag eða eins og fólk nennir að hanga hérna. Það er fjölskyldustemming hjá okkur og við vonum að það verði bara í allan dag,“ sagði Albert Baldursson, innanbúðarmaður í Fergusonfélaginu og á Blikastöðum. Vélarnar eru meira og minna allar ökuhæfar og líta mjög vel út hjá eigendum þeirra.Aðsend Facebooksíða Fergusonfélagsins
Reykjavík Landbúnaður Bílar Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira