Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2025 17:17 Ída Marín fagnar því sem reyndist sigurmarkið. Vísir/Ernir FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. Leikurinn byrjaði með mikilli baráttu beggja liða en á 7. mínútu skapaðist fyrsta marktækifærið. Mislukkuð sending endaði hjá Karítas Tómasdóttur sem sendi boltann á Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur sem stakk boltanum laglega inn fyrir vörn FH þar sem Samantha Smith var mætt og kláraði færið með góðu skoti framhjá Söndru Sigurðardóttir í marki FH-inga. Samantha getur ekki hætt að skora.Vísir/Ernir Skömmu síðar voru FH-ingar á ferðinni þar sem Ingibjörg Magnúsdóttir lék upp vinstri kantinn og kom boltanum á Mayu Hansen. Hún snéri af sér varnarmenn Blika og átti skot sem fór af hendi Telmu Ívarsdóttir í netið, staðan því orðin 1-1. Blikar héldu áfram að pressa næstu mínúturnar en náðu ekki að nýta sér það. Á 31. mínútu kom annað mark FH-inga eftir glæsilegan undirbúning Thelmu Karenar Pálmadóttir. Hún kom boltanum á Ídu Marín Hermannsdóttir sem skoraði frábært mark með hælnum. Ída Marín naut sín vel.Vísir/Ernir Baráttan hélt svo áfram í seinni hálfleik þar sem bæði lið sóttu og reyndu að skapa sér færi. Á 78. mínútu setti Berglind Björg boltann í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. FH-ingar náðu að verjast vel og skipulaga síðustu mínútur leiksins. Þrátt fyrir harða pressu gestanna héldu þær út og tryggðu sér dýrmætan sigur, lokatölur því 2-1 fyrir FH. Atvik leiksins Það var ekkert sérstakt atvik en það var eins og að FH-ingar hafi áttað sig á að þær gætu siglt sigrinum heim að þá var varnarleikurinn settur í sjötta gír. Stjörnur og skúrkar Samantha Smith átti mjög fínan leik fyrir Breiðablik en því miður kom ekki mikið upp úr því. Telma Ívarsdóttir hefði hugsanlega átt að gera betur í báðum mörkum FH-inga. FH stelpurnar börðust virkilega vel og fleygðu sér fyrir alla bolta sem komu inn í teig þeirra. Arna Eiríksdóttir átti enn og aftur hörkuleik í hjarta varnarinnar. Maya Hansen var frábær fremst á vellinum hjá FH-ingum en hefði í nokkur skipti þurft að gefa boltann fyrr. Ída Marín Hermannsdóttir átti einnig frábæran leik og skoraði laglegt mark með hælnum. Það var hart barist.Vísir/Ernir Dómarar Jovan Subic, Tijana Krstic, Ásgeir Sigurðsson og Bergur Þór Steingrímsson voru dómarar leiksins. Það var fínt flæði á leiknum en eins og hefur verið töluvert í umræðunni er hversu illa er spjaldað á leikjunum. Það voru allavega tvö brot þar sem ekki var gefið gult spjald. Ég gef dómgæslunni bara fína sjöu. Stemning og umgjörð Ég talaði um í byrjun leiks að það hefði verið fámennt en góðmennt. Það bættist svo hressilega í áhorfendahópinn og þegar það fór að líða á leikinn fór að heyrast vel í stuðningsmönnunum. Það var mikil spenna í fólki síðustu 15 mínúturnar og þegar dómarinn flautaði leikinn af trylltist lýðurinn. Virkilega góð stemning og vonandi ýtir það undir að fleiri mæti á leiki í Bestu deild kvenna. Vinnusemin og eljan í þessu liði er ótrúleg Arna Eiríksdóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir mark gegn FHL.vísir/Guðmundur Aldís Guðlaugsdóttir aðal markvörður FH-inga sleit krossband í síðasta leik. Sandra Sigurðardóttir reif hanskana af hillunni og spilaði með FH í dag. „Ég ætla að vera hreinskilin, þetta er búið að vera erfið vika. Þetta eru svakaleg áföll og við þekkjum það öll sem spilum fótbolta. Þetta er töluvert meira en bara 90 mínútur í hverri viku og að sjá liðsfélaga sína detta út í meiðsli sem mun taka heilt ár er ótrúlega erfitt. Við náðum að stíga upp og þétta hópinn saman og skilum svona frammistöðu eins og í dag sem er frábært.“ Stundum er fótbolti bara svona Fannst Blikar stjórna leiknum varnar- og sóknarlega.Vísir/Diego „Þær áttu nokkur góð tækifæri sem þær náðu að nýta vel. Mér fannst við stjórna leiknum bæði varnarlega og sóknarlega. Við náðum ekki að nýta þau svæði sem við vildum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fór flest fram á þeirra vallarhelming en við náðum ekki að búa til nægilega mörg færi í teignum. Kannski urðum við of stressaðar og hlaupaleiðirnar voru ekki réttar og við spiluðum kannski boltanum ekki nógu hratt. Frammistaðan var samt fín og stundum er fótbolti bara svona og því miður fór leikurinn ekki vel fyrir okkur.“ Þrátt fyrir góða pressu og sóknartilburði náði Breiðablik ekki að skapa neina alvöru hættu við mark FH-inga. „Ég var mjög ánægður með stelpurnar, við gáfumst ekki upp, héldum áfram að berjast og að sækja en í dag náðum við ekki að skapa eins mörg færi og við erum vön að gera.“ Besta deild kvenna FH Breiðablik Tengdar fréttir „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25
FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. Leikurinn byrjaði með mikilli baráttu beggja liða en á 7. mínútu skapaðist fyrsta marktækifærið. Mislukkuð sending endaði hjá Karítas Tómasdóttur sem sendi boltann á Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur sem stakk boltanum laglega inn fyrir vörn FH þar sem Samantha Smith var mætt og kláraði færið með góðu skoti framhjá Söndru Sigurðardóttir í marki FH-inga. Samantha getur ekki hætt að skora.Vísir/Ernir Skömmu síðar voru FH-ingar á ferðinni þar sem Ingibjörg Magnúsdóttir lék upp vinstri kantinn og kom boltanum á Mayu Hansen. Hún snéri af sér varnarmenn Blika og átti skot sem fór af hendi Telmu Ívarsdóttir í netið, staðan því orðin 1-1. Blikar héldu áfram að pressa næstu mínúturnar en náðu ekki að nýta sér það. Á 31. mínútu kom annað mark FH-inga eftir glæsilegan undirbúning Thelmu Karenar Pálmadóttir. Hún kom boltanum á Ídu Marín Hermannsdóttir sem skoraði frábært mark með hælnum. Ída Marín naut sín vel.Vísir/Ernir Baráttan hélt svo áfram í seinni hálfleik þar sem bæði lið sóttu og reyndu að skapa sér færi. Á 78. mínútu setti Berglind Björg boltann í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. FH-ingar náðu að verjast vel og skipulaga síðustu mínútur leiksins. Þrátt fyrir harða pressu gestanna héldu þær út og tryggðu sér dýrmætan sigur, lokatölur því 2-1 fyrir FH. Atvik leiksins Það var ekkert sérstakt atvik en það var eins og að FH-ingar hafi áttað sig á að þær gætu siglt sigrinum heim að þá var varnarleikurinn settur í sjötta gír. Stjörnur og skúrkar Samantha Smith átti mjög fínan leik fyrir Breiðablik en því miður kom ekki mikið upp úr því. Telma Ívarsdóttir hefði hugsanlega átt að gera betur í báðum mörkum FH-inga. FH stelpurnar börðust virkilega vel og fleygðu sér fyrir alla bolta sem komu inn í teig þeirra. Arna Eiríksdóttir átti enn og aftur hörkuleik í hjarta varnarinnar. Maya Hansen var frábær fremst á vellinum hjá FH-ingum en hefði í nokkur skipti þurft að gefa boltann fyrr. Ída Marín Hermannsdóttir átti einnig frábæran leik og skoraði laglegt mark með hælnum. Það var hart barist.Vísir/Ernir Dómarar Jovan Subic, Tijana Krstic, Ásgeir Sigurðsson og Bergur Þór Steingrímsson voru dómarar leiksins. Það var fínt flæði á leiknum en eins og hefur verið töluvert í umræðunni er hversu illa er spjaldað á leikjunum. Það voru allavega tvö brot þar sem ekki var gefið gult spjald. Ég gef dómgæslunni bara fína sjöu. Stemning og umgjörð Ég talaði um í byrjun leiks að það hefði verið fámennt en góðmennt. Það bættist svo hressilega í áhorfendahópinn og þegar það fór að líða á leikinn fór að heyrast vel í stuðningsmönnunum. Það var mikil spenna í fólki síðustu 15 mínúturnar og þegar dómarinn flautaði leikinn af trylltist lýðurinn. Virkilega góð stemning og vonandi ýtir það undir að fleiri mæti á leiki í Bestu deild kvenna. Vinnusemin og eljan í þessu liði er ótrúleg Arna Eiríksdóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir mark gegn FHL.vísir/Guðmundur Aldís Guðlaugsdóttir aðal markvörður FH-inga sleit krossband í síðasta leik. Sandra Sigurðardóttir reif hanskana af hillunni og spilaði með FH í dag. „Ég ætla að vera hreinskilin, þetta er búið að vera erfið vika. Þetta eru svakaleg áföll og við þekkjum það öll sem spilum fótbolta. Þetta er töluvert meira en bara 90 mínútur í hverri viku og að sjá liðsfélaga sína detta út í meiðsli sem mun taka heilt ár er ótrúlega erfitt. Við náðum að stíga upp og þétta hópinn saman og skilum svona frammistöðu eins og í dag sem er frábært.“ Stundum er fótbolti bara svona Fannst Blikar stjórna leiknum varnar- og sóknarlega.Vísir/Diego „Þær áttu nokkur góð tækifæri sem þær náðu að nýta vel. Mér fannst við stjórna leiknum bæði varnarlega og sóknarlega. Við náðum ekki að nýta þau svæði sem við vildum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fór flest fram á þeirra vallarhelming en við náðum ekki að búa til nægilega mörg færi í teignum. Kannski urðum við of stressaðar og hlaupaleiðirnar voru ekki réttar og við spiluðum kannski boltanum ekki nógu hratt. Frammistaðan var samt fín og stundum er fótbolti bara svona og því miður fór leikurinn ekki vel fyrir okkur.“ Þrátt fyrir góða pressu og sóknartilburði náði Breiðablik ekki að skapa neina alvöru hættu við mark FH-inga. „Ég var mjög ánægður með stelpurnar, við gáfumst ekki upp, héldum áfram að berjast og að sækja en í dag náðum við ekki að skapa eins mörg færi og við erum vön að gera.“
Besta deild kvenna FH Breiðablik Tengdar fréttir „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25
„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. 23. maí 2025 22:25