Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 22. maí 2025 11:01 Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun