Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2025 10:21 Með því að fjölga ferðum og auka tiðni standa vonir til þess að notendum muni fjölga. Vísir/Vilhelm Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. Þjónustuaukningin var kynnt fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Þar kom fram að taka eigi til baka skerðingar sem voru kynntar á meðan heimsfaraldri Covid stóð. Ákveðnar leiðir munu þannig ganga lengur fram á kvöld, ákveðnar leiðir ganga tíðar á annatíma og fleiri leiðir fara oftar milli annatíma. Breytingin á samkvæmt kynningunni að taka gildi þann 17. Ágúst. Þá munu sex leiðir byrja að aka á tíu mínútna fresti á annatíma. Það eru leiðir 1, 3, 5, 6, 8 og 12. Þá verður á sama tíma tíðni aukin úr fimmtán mínútum í tíu mínútum á fjórum leiðum innan Reykjavíkur, það eru leiðir 3, 5, 6 og 12. Auk þess sem tíðni verður aukin úr 30 mín í 15 milli annatíma á leiðum 3, 5 og 12 Auk þess verður tíðni aukin úr 30 mín í 15 mín á tveimur leiðum innan Reykjavíkur, leiðum 21 sem fer frá Háholti í Hafnarfirði í Mjódd í Reykjavík og leið 24 sem fer frá Spöng til Garðabæjar. Tíðni verður einnig aukin úr 30 mín í 15 mín á milli annatíma á leið 15 sem fer frá Mosfellsbæ í Vesturbæ. Fjórtán leiðum ekið lengur á kvöldin Lengri akstur á kvöldin á 14 leiðum. Það eru leiðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 11, 12, 15, 18, 19, 21 og 24. Í kynningunni kemur fram að markmiðið með þjónustuaukningunni sé að fleiri farþegar noti almenningssamgöngur. Að aðgengi íbúa að almenningssamgöngum verði bætt með góðri tíðni og að Strætó færist í átt að Nýju leiðaneti sem fylgi innleiðingu Borgarlínu. Þannig fái fólk tækifæri til að venjast aukinni tíðni áður en Nýtt leiðanet tekur gildi árið 2031 þegar framkvæmdum á fyrstu lotu Borgarlínunnar lýkur. Nýtt leiðanet er partur af Samgöngusáttmálanum og átti að vera innleitt í byrjun árs samkvæmt kynningunni en var frestað. Fáir með strætó á tíu mínútna fresti nálægt heimilinu Fram kemur í kynningunni að rúmlega 98 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu búi í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð almenningssamgangna en einungis 18 prósent í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð leiðar með tíu mínútna tíðni á annatíma. Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Borgarstjórn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þjónustuaukningin var kynnt fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Þar kom fram að taka eigi til baka skerðingar sem voru kynntar á meðan heimsfaraldri Covid stóð. Ákveðnar leiðir munu þannig ganga lengur fram á kvöld, ákveðnar leiðir ganga tíðar á annatíma og fleiri leiðir fara oftar milli annatíma. Breytingin á samkvæmt kynningunni að taka gildi þann 17. Ágúst. Þá munu sex leiðir byrja að aka á tíu mínútna fresti á annatíma. Það eru leiðir 1, 3, 5, 6, 8 og 12. Þá verður á sama tíma tíðni aukin úr fimmtán mínútum í tíu mínútum á fjórum leiðum innan Reykjavíkur, það eru leiðir 3, 5, 6 og 12. Auk þess sem tíðni verður aukin úr 30 mín í 15 milli annatíma á leiðum 3, 5 og 12 Auk þess verður tíðni aukin úr 30 mín í 15 mín á tveimur leiðum innan Reykjavíkur, leiðum 21 sem fer frá Háholti í Hafnarfirði í Mjódd í Reykjavík og leið 24 sem fer frá Spöng til Garðabæjar. Tíðni verður einnig aukin úr 30 mín í 15 mín á milli annatíma á leið 15 sem fer frá Mosfellsbæ í Vesturbæ. Fjórtán leiðum ekið lengur á kvöldin Lengri akstur á kvöldin á 14 leiðum. Það eru leiðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 11, 12, 15, 18, 19, 21 og 24. Í kynningunni kemur fram að markmiðið með þjónustuaukningunni sé að fleiri farþegar noti almenningssamgöngur. Að aðgengi íbúa að almenningssamgöngum verði bætt með góðri tíðni og að Strætó færist í átt að Nýju leiðaneti sem fylgi innleiðingu Borgarlínu. Þannig fái fólk tækifæri til að venjast aukinni tíðni áður en Nýtt leiðanet tekur gildi árið 2031 þegar framkvæmdum á fyrstu lotu Borgarlínunnar lýkur. Nýtt leiðanet er partur af Samgöngusáttmálanum og átti að vera innleitt í byrjun árs samkvæmt kynningunni en var frestað. Fáir með strætó á tíu mínútna fresti nálægt heimilinu Fram kemur í kynningunni að rúmlega 98 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu búi í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð almenningssamgangna en einungis 18 prósent í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð leiðar með tíu mínútna tíðni á annatíma.
Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Borgarstjórn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira