Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 14:30 Lögreglumenn gera húsleit í Neubokow í Þýskalandi í tengslum við aðgerðirnar gegn öfgahægrihópnum. Á þriðja hundrað lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum og húsleit var gerð í fimm sambandslöndum. AP/Bernd Wuestneck/dpa Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent