Samhjálp í kapphlaupi við tímann Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2025 10:11 Guðrún Ágústa segist orðin stressuð en er þó vongóð um að nýtt húsnæði finnist. Aðsend og Vísir/Vilhelm Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. Samtökin hafa nú verið í virkri leit að húsnæði í rúmt heilt ár og hafa helst óskað þess að húsnæðið sé miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýli á Granda og Lindargötu. Auk þess er neyslurýmið Ylja rekið í nálægð við kaffistofuna. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. „Við erum búin að vera að leita í meira en ár. Við erum í húsnæði sem var vitað frá upphafi að væri á þróunarsvæði þannig það er búið að gefa það út að það eigi að byggja þarna hótel og við höfum fengið uppsögn á leigunni,“ segir Guðrún Ágústa sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau hafi nú hálft ár til að finna nýtt húsnæði og koma því í stand. Hún segir skjólstæðingana þannig að þau verði að vera í göngufæri við gistiskýlin á Granda og Lindargötu. Þau séu á frábærum stað í dag og séu að horfa á það svæði, en líka til Granda og jafnvel upp að Skeifunni. „Við þurfum líka að vera á jarðhæð, við þurfum að hafa aðgengi. Við þurfum helst að vera ein í húsi. Eins skrítið og það er þá erum við ekki uppáhalds nágrannar flestra. Fólk er hrætt, kannski skiljanlega. En okkar skjólstæðingar eru bara venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Guðrún Ágústa og að hópurinn sé alls ekki einsleitur. Á heimili en ekki fyrir mat Í þeirra hópi sé háskólamenntað, langskólagengið og harðvinnandi fólk sem sé einhverra hluta vegna heimilislaust eða á heimili og er svo fátækt að það á ekki fyrir mat. Hún segir starfsmenn og sjálfboðaliða útbúa og gefa um 200 til 250 máltíðir alla daga. Núverandi húsnæði er um 170 fermetrar en þau eru að leita að stærra rými til að geta þróað starfsemina þannig að það sé félagsráðgjafi á staðnum til dæmis. Kaffistofan er opin frá 10 til 14 flesta daga en á köldustu mánuðum ársins hefur opnunartíminn verið lengdur til 16.30. Gistiskýlin í Reykjavík eru opin frá 17 til 10. Mikill fjöldi kemur í Kaffistofuna á hverjum degi til að fá að borða. Sumir eru heimilislausir en aðrir eiga heimili en ekki fyrir mat. Vísir/Vilhelm Guðrún Ágústa segir fólk smeykt við að fá þau en þau séu góðir leigjendur. Þau sinni vel húsnæðinu sem þau fái. Húsnæðið sé mjög laskað sem þau eru í en það sé mikil alúð lögð í starfsemina. „Þá verður þessi þjónusta ekki til staðar,“ segir Guðrún Ágústa um það sem gerist ef ekki finnist nýtt húsnæði. Það sé ekki hægt að reka þjónustuna undir beru lofti. Hún segir þau tilbúin til að skoða lóðir þar sem hægt væri að flytja á einingahús sem væru rekin þar til skamms tíma. Á meðan væri hægt að finna hús sem myndi nýtast þeim til langs tíma. Best væri fyrir þau að geta keypt húsnæði þannig þau séu ekki á leigumarkaði. Guðrún Ágústa segir borgaryfirvöld vinna þetta með þeim auk þess sem hún hafi fasteignasala í málinu í að finna húsnæði. Orðin stressuð fyrir lokun Hún segir að þó það sé erfitt að finna húsnæði þá finnist fólki þetta nauðsynleg starfsemi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki styrki þau mánaðarlega. „Það væri mjög slæmt fyrir okkur öll ef þetta færi. Við erum að gefa fólki að borða og veita þeim skjól. Það munar um 250 máltíðir á dag,“ segir hún og að muni vonandi ekki koma lokunar. Hún sé orðin stressuð en voni til þess að málið leysist tímanlega. Hægt er að hafa samband við Samhjálp hafi fólk ábendingar um mögulegt húsnæði. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Bítið Tengdar fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Samtökin hafa nú verið í virkri leit að húsnæði í rúmt heilt ár og hafa helst óskað þess að húsnæðið sé miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýli á Granda og Lindargötu. Auk þess er neyslurýmið Ylja rekið í nálægð við kaffistofuna. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. „Við erum búin að vera að leita í meira en ár. Við erum í húsnæði sem var vitað frá upphafi að væri á þróunarsvæði þannig það er búið að gefa það út að það eigi að byggja þarna hótel og við höfum fengið uppsögn á leigunni,“ segir Guðrún Ágústa sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau hafi nú hálft ár til að finna nýtt húsnæði og koma því í stand. Hún segir skjólstæðingana þannig að þau verði að vera í göngufæri við gistiskýlin á Granda og Lindargötu. Þau séu á frábærum stað í dag og séu að horfa á það svæði, en líka til Granda og jafnvel upp að Skeifunni. „Við þurfum líka að vera á jarðhæð, við þurfum að hafa aðgengi. Við þurfum helst að vera ein í húsi. Eins skrítið og það er þá erum við ekki uppáhalds nágrannar flestra. Fólk er hrætt, kannski skiljanlega. En okkar skjólstæðingar eru bara venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Guðrún Ágústa og að hópurinn sé alls ekki einsleitur. Á heimili en ekki fyrir mat Í þeirra hópi sé háskólamenntað, langskólagengið og harðvinnandi fólk sem sé einhverra hluta vegna heimilislaust eða á heimili og er svo fátækt að það á ekki fyrir mat. Hún segir starfsmenn og sjálfboðaliða útbúa og gefa um 200 til 250 máltíðir alla daga. Núverandi húsnæði er um 170 fermetrar en þau eru að leita að stærra rými til að geta þróað starfsemina þannig að það sé félagsráðgjafi á staðnum til dæmis. Kaffistofan er opin frá 10 til 14 flesta daga en á köldustu mánuðum ársins hefur opnunartíminn verið lengdur til 16.30. Gistiskýlin í Reykjavík eru opin frá 17 til 10. Mikill fjöldi kemur í Kaffistofuna á hverjum degi til að fá að borða. Sumir eru heimilislausir en aðrir eiga heimili en ekki fyrir mat. Vísir/Vilhelm Guðrún Ágústa segir fólk smeykt við að fá þau en þau séu góðir leigjendur. Þau sinni vel húsnæðinu sem þau fái. Húsnæðið sé mjög laskað sem þau eru í en það sé mikil alúð lögð í starfsemina. „Þá verður þessi þjónusta ekki til staðar,“ segir Guðrún Ágústa um það sem gerist ef ekki finnist nýtt húsnæði. Það sé ekki hægt að reka þjónustuna undir beru lofti. Hún segir þau tilbúin til að skoða lóðir þar sem hægt væri að flytja á einingahús sem væru rekin þar til skamms tíma. Á meðan væri hægt að finna hús sem myndi nýtast þeim til langs tíma. Best væri fyrir þau að geta keypt húsnæði þannig þau séu ekki á leigumarkaði. Guðrún Ágústa segir borgaryfirvöld vinna þetta með þeim auk þess sem hún hafi fasteignasala í málinu í að finna húsnæði. Orðin stressuð fyrir lokun Hún segir að þó það sé erfitt að finna húsnæði þá finnist fólki þetta nauðsynleg starfsemi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki styrki þau mánaðarlega. „Það væri mjög slæmt fyrir okkur öll ef þetta færi. Við erum að gefa fólki að borða og veita þeim skjól. Það munar um 250 máltíðir á dag,“ segir hún og að muni vonandi ekki koma lokunar. Hún sé orðin stressuð en voni til þess að málið leysist tímanlega. Hægt er að hafa samband við Samhjálp hafi fólk ábendingar um mögulegt húsnæði.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Bítið Tengdar fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48