Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar 21. maí 2025 07:02 þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega „vandræðagemsar“, heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Af hverju leiðast unglingar út af sporinu? Enginn fæðist með þá ósk að enda í erfiðum aðstæðum. Margir unglingar sem eiga í erfiðleikum hafa upplifað áföll, vanrækslu eða vantar stuðning á heimili. Sumir glíma við kvíða, þunglyndi eða aðra geðræna erfiðleika sem þeir kunna einfaldlega ekki að vinna úr. Áhættuhegðun verður því oft að leið til þess að flýja vanlíðan, fyrir aðra er það leit að spennu eða viðurkenningu í hópi jafnaldra. þau vilja lang flest tilheyra, vera hluti af einhverju stærra jafnvel þótt það leiði þá á hættulegar brautir. Áhrif jafningjahópsins eru mikil á unglingsárunum. Félagslegur þrýstingur eða löngun til að passa inn getur orðið til þess að unglingar prófa vímuefni eða taka þátt í óæskilegri hegðun. Á þessum aldri er heilinn enn að þroskast og ákvarðanataka er ekki alltaf skynsöm eða langtímahugsuð, þetta gerir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir áhrifum umhverfis síns. Mikilvægi uppbyggilegs frítíma Frítími getur skipt sköpum í að byggja upp forvarnir gagnvart áhættuhegðun. Þegar unglingar finna sér uppbyggileg áhugamál eins og íþróttir, listir, tónlist eða sjálfboðastarf, eykst sjálfstraust þeirra og þau finna tilgang. En þeir sem missa tengsl við jákvæða afþreyingu eru líklegri til þess að leiðast út í skaðlega hegðun. Skortur á stuðningi og tilgangi gerir það að verkum að þeir leita í annað. Skipulögð tómstundastarfsemi getur því verið mikilvægur þáttur í forvörnum. Þeir sem hafa eitthvert til þess að stefna eða eiga stað þar sem þeim líður vel, eru ólíklegri til að þróa með sér slæm mynstur. Íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og önnur félög geta verið dýrmæt úrræði fyrir unglinga sem skortir jákvætt og hlýtt umhverfi. Það er því ekki nóg að segja ungmennum að halda sig frá vímuefnum eða áhættuhegðun við þurfum líka að veita þeim valkosti sem eru raunverulega aðlaðandi. Hægt að snúa blaðinu við Að fara út af sporinu þýðir ekki að framtíðin sé glötuð. Margir unglingar sem hafa farið út af sporinu ná að snúa lífi sínu við með réttri aðstoð og hvatningu, að trúa á þau og veita þeim annað tækifæri er lykilatriði. Spurningin er því ekki aðeins hvernig við getum komið í veg fyrir að unglingar fari út af brautinni, heldur einnig hvernig við getum hjálpað þeim sem þegar hafa villst af leið. Hafa öll stuðning og úrræði til þess að snúa við blaðinu? Því miður ekki. En við getum lagt okkar af mörkum með því að vera til staðar, veita tækifæri og búa til umhverfi þar sem þessi ungmenni finna öryggi og leið til að byggja sig upp að nýju. Allir eiga skilið annan séns en hann þarf að vera raunverulegur, með skilningi, stuðningi og trú á að breyting sé möguleg. Höfundur er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og Tómstunda- og félagsmálafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega „vandræðagemsar“, heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Af hverju leiðast unglingar út af sporinu? Enginn fæðist með þá ósk að enda í erfiðum aðstæðum. Margir unglingar sem eiga í erfiðleikum hafa upplifað áföll, vanrækslu eða vantar stuðning á heimili. Sumir glíma við kvíða, þunglyndi eða aðra geðræna erfiðleika sem þeir kunna einfaldlega ekki að vinna úr. Áhættuhegðun verður því oft að leið til þess að flýja vanlíðan, fyrir aðra er það leit að spennu eða viðurkenningu í hópi jafnaldra. þau vilja lang flest tilheyra, vera hluti af einhverju stærra jafnvel þótt það leiði þá á hættulegar brautir. Áhrif jafningjahópsins eru mikil á unglingsárunum. Félagslegur þrýstingur eða löngun til að passa inn getur orðið til þess að unglingar prófa vímuefni eða taka þátt í óæskilegri hegðun. Á þessum aldri er heilinn enn að þroskast og ákvarðanataka er ekki alltaf skynsöm eða langtímahugsuð, þetta gerir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir áhrifum umhverfis síns. Mikilvægi uppbyggilegs frítíma Frítími getur skipt sköpum í að byggja upp forvarnir gagnvart áhættuhegðun. Þegar unglingar finna sér uppbyggileg áhugamál eins og íþróttir, listir, tónlist eða sjálfboðastarf, eykst sjálfstraust þeirra og þau finna tilgang. En þeir sem missa tengsl við jákvæða afþreyingu eru líklegri til þess að leiðast út í skaðlega hegðun. Skortur á stuðningi og tilgangi gerir það að verkum að þeir leita í annað. Skipulögð tómstundastarfsemi getur því verið mikilvægur þáttur í forvörnum. Þeir sem hafa eitthvert til þess að stefna eða eiga stað þar sem þeim líður vel, eru ólíklegri til að þróa með sér slæm mynstur. Íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og önnur félög geta verið dýrmæt úrræði fyrir unglinga sem skortir jákvætt og hlýtt umhverfi. Það er því ekki nóg að segja ungmennum að halda sig frá vímuefnum eða áhættuhegðun við þurfum líka að veita þeim valkosti sem eru raunverulega aðlaðandi. Hægt að snúa blaðinu við Að fara út af sporinu þýðir ekki að framtíðin sé glötuð. Margir unglingar sem hafa farið út af sporinu ná að snúa lífi sínu við með réttri aðstoð og hvatningu, að trúa á þau og veita þeim annað tækifæri er lykilatriði. Spurningin er því ekki aðeins hvernig við getum komið í veg fyrir að unglingar fari út af brautinni, heldur einnig hvernig við getum hjálpað þeim sem þegar hafa villst af leið. Hafa öll stuðning og úrræði til þess að snúa við blaðinu? Því miður ekki. En við getum lagt okkar af mörkum með því að vera til staðar, veita tækifæri og búa til umhverfi þar sem þessi ungmenni finna öryggi og leið til að byggja sig upp að nýju. Allir eiga skilið annan séns en hann þarf að vera raunverulegur, með skilningi, stuðningi og trú á að breyting sé möguleg. Höfundur er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og Tómstunda- og félagsmálafræði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun